Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla vegna íbúakosningar.

Málsnúmer 1803062

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27.03.2018

Undir þessum lið sat formaður yfirkjörstjórnar Ámundi Gunnarsson.

Þann 14. apríl nk. fer fram staðarkosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar. Bæjarráð samþykkir að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram í Bókasöfnum Fjallabyggðar, í Ráðhúsinu á Siglufirði og Ólafsvegi 4, Ólafsfirði. Hægt verði að kjósa utankjörfundar á afgreiðslutíma bókasafnanna.

Bæjarráð samþykkir einnig að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 31. mars nk. á fyrrgreindum stöðum kl. 13-16.

Bæjarráð felur yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnum í Ólafsfirði og á Siglufirði að hafa umsjón með íbúakosningunni og utankjörfundaratkvæðagreiðslunni.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 158. fundur - 28.03.2018

Á 549. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 27. mars sl. var eftirfarandi samþykkt:
“Þann 14. apríl nk. fer fram staðarkosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar. Bæjarráð samþykkir að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram í Bókasöfnum Fjallabyggðar, í Ráðhúsinu á Siglufirði og Ólafsvegi 4, Ólafsfirði. Hægt verði að kjósa utankjörfundar á afgreiðslutíma bókasafnanna. Bæjarráð samþykkir einnig að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 31. mars nk. á fyrrgreindum stöðum kl. 13-16.

Bæjarráð felur yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnum í Ólafsfirði og á Siglufirði að hafa umsjón með íbúakosningunni og utankjörfundaratkvæðagreiðslunni.

Hægt verði að kjósa utankjörfundar á afgreiðslutíma bókasafnanna."

Bæjarstjórn staðfestir samþykkt bæjarráðs með 7 samhljóða atkvæðum en vekur athygli á því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla laugardaginn 31. mars fer fram á 2. hæð Ráðhúss Fjallabyggðar en ekki í bókasafninu. Staðsetning í Ólafsfirði verður óbreytt.

Frá og með 3. apríl verður hægt að kjósa utan kjörfundar í bókasöfnunum á eftirfarandi tíma, Bókasafnið Siglufirði virka daga frá kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00.
Bókasafnið Ólafsfirði virka daga frá kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00.