Bæjarráð Fjallabyggðar

528. fundur 14. nóvember 2017 kl. 12:00 - 13:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Valur Þór Hilmarsson varamaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Áfangastaðaáætlun DMP Norðurland

Málsnúmer 1708056Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Lindu Leu Bogadóttur markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 10. nóvember 2017, vegna DMP verkefnisins sem gengur út á gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (Destination Management Plan) fyrir landshlutann Norðurland. Verkefnið er samstarfsverkefni Markaðsstofu Norðurlands og Ferðamálastofu Íslands.

Í minnisblaðinu eru gerðar athugasemdir við þá aðferðafræði sem viðhöfð var við forgangsröðun verkefna sem sveitarfélögin höfðu valið að senda inn.

Bæjarráð lýsir yfir óánægju sinni með fyrirkomulagið og felur formanni bæjarráðs að koma athugasemdunum á framfæri við forsvarsmenn DMP verkefnisins.

2.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1711029Vakta málsnúmer

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála fór yfir forsendur reiknilíkans og áætlaða útkomu fyrir árið 2018.

3.Tilkynning um fasteignamat 2018

Málsnúmer 1707045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Þjóðskrá Íslands, dags. 1. nóvember 2017, þar sem er tilkynnt um leiðrétt fasteignamat sumarhúsa og óbyggðra sumarhúsa árið 2018.

4.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð markaðs- og menningarnefndar frá 13. nóvember 2017.

Fundi slitið - kl. 13:30.