Áfangastaðaáætlun DMP Norðurland

Málsnúmer 1708056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 528. fundur - 14.11.2017

Lagt fram minnisblað Lindu Leu Bogadóttur markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 10. nóvember 2017, vegna DMP verkefnisins sem gengur út á gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (Destination Management Plan) fyrir landshlutann Norðurland. Verkefnið er samstarfsverkefni Markaðsstofu Norðurlands og Ferðamálastofu Íslands.

Í minnisblaðinu eru gerðar athugasemdir við þá aðferðafræði sem viðhöfð var við forgangsröðun verkefna sem sveitarfélögin höfðu valið að senda inn.

Bæjarráð lýsir yfir óánægju sinni með fyrirkomulagið og felur formanni bæjarráðs að koma athugasemdunum á framfæri við forsvarsmenn DMP verkefnisins.