Bæjarráð Fjallabyggðar

526. fundur 31. október 2017 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Starf deildarstjóra fræðslu- frístunda og menningarmála

Málsnúmer 1710101Vakta málsnúmer

Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála mætti á fund bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fastráða Ríkeyju Sigurbjörnsdóttur í starf deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

2.Trúnaðarmál - þing- og sveitarsjóðsgjöld

Málsnúmer 1707065Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

3.Gæsla í skólabíl

Málsnúmer 1710071Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Tekið fyrir minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna gæslu í skólabíl Grunnskóla Fjallabyggðar. Skólastjóri telur nauðsynlegt að ráðinn verði rútuliði í 50% starf sem sinni gæslu á tímabilinu 12:40-16:15.

Bæjarráð samþykkir beiðni skólastjóra og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra að undirbúa ráðningu rútuliða. Áætlaður kostnaður er 350.000 kr. og er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.

4.Umsókn Blakfélags Fjallabyggðar um afnotastyrk af íþróttamiðstöðvum v. Íslandsmóts 3.-5.nóvember 2017

Málsnúmer 1710097Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn Blakfélags Fjallabyggðar um frí afnot af Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði dagana 3.-5. nóvember vegna Íslandsmóts í blaki.

Bæjarráð samþykkir beiðni Blakfélags Fjallabyggðar og vísar kostnaði til viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1710105Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

6.Reykskynjarar í Skálarhlíð

Málsnúmer 1710081Vakta málsnúmer

Á bæjarráðsfundi þann 24. október sl. var tekið fyrir erindi frá Steingrími Kristinssyni, íbúa í Skálarhlíð, varðandi reykskynjara í Skálarhlíð.

Lögð fram umsögn slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar. Bæjarráð felur deildarstjóra félagsmáladeildar að kanna hversu mikil þörf er á hljóðgjöfum sem staðsettir væru innan íbúðar.

7.Styrkumsókn fyrir árið 2018

Málsnúmer 1710087Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Stígamótum fyrir árið 2018.

Bæjarráð samþykkir að vísa styrkbeiðninni til umræðu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

8.Umsókn um rekstrarstyrk 2018

Málsnúmer 1710096Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Kvennaathvarfinu fyrir árið 2018.

Bæjarráð samþykkir að vísa styrkbeiðninni til umræðu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

9.Flugklasinn Air66N - áfangaskýrsla

Málsnúmer 1605055Vakta málsnúmer

Lögð fram áfangaskýrsla frá Flugklasanum Air 66N.

Einnig er beðið um svar við beiðni Flugklasans um áframhaldandi styrk. Bæjarráð samþykkti í mars sl. að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Svar mun berast klasanum þegar ákvörðun liggur fyrir.

10.Hvatningarbréf - Dagur gegn einelti 8 nóvember 2017

Málsnúmer 1710099Vakta málsnúmer

Lagt fram hvatningarbréf frá Menntamálastofnun þar sem minnt er á Daginn gegn einelti, þann 8. nóvember. Óskað er eftir upplýsingum frá skólum landsins um hvað verði gert í tilefni dagsins.

Bæjarráð vísar erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

11.Umsókn um lóð, Bakkabyggð 2 Ólafsfirði

Málsnúmer 1710047Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að lóðarleigusamningi um lóðina Bakkabyggð 2 við Elís Hólm Þórðarson og Huldu Teitsdóttur.

Bæjarráð samþykkir lóðarleigusamninginn fyrir sitt leyti.

12.Aðalfundur Eyþings - 2017

Málsnúmer 1710103Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð frá Eyþingi. Aðalfundurinn verður haldinn á Siglufirði dagana 10.-11. nóvember. Aðalfundarfulltrúar Fjallabyggðar eru:

Gunnar I. Birgisson, Hilmar Þór Elefsen, S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.

13.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir yfirkjörstjórnar frá 17. og 24. október, og fundargerð undirkjörstjórnar á Siglufirði frá 23. október 2017.


Fundi slitið - kl. 13:00.