Bæjarráð Fjallabyggðar

481. fundur 22. desember 2016 kl. 11:45 - 12:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála

Málsnúmer 1611090Vakta málsnúmer

Á 480 fundi bæjarráðs, 20. desember 2016 var samþykkt að fela bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og varaformanni bæjarráðs að fara yfir þær umsóknir sem uppfylltu skilyrði í starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála og ræða við þá umsækjendur.

Minnisblað lagt fram til bæjarráðs vegna ráðningar í deildarstjórastöðu fræðslu- frístunda- og menningarmála
Lagt er til við bæjarráð að Róbert Grétar Gunnarsson verði ráðinn í starfið.
Jafnframt að bæjarstjóra verði falið að ræða við Róbert um ráðningartilhögun.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að ráða Róbert Grétar Gunnarsson í starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að verða við ósk fráfarandi deildarstjóra að láta af störfum 1. febrúar 2017.

2.Ræsting í Leikskólum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1606055Vakta málsnúmer

Á 477. fundi bæjarráðs, 29. nóvember 2017, var samþykkt að bjóða aftur út ræstingu vegna Leikhóla í Ólafsfirði.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.Sala á gámaeiningum við Leikskála

Málsnúmer 1611024Vakta málsnúmer

Gámaeiningarnar sem voru notaðar við Leikskála á Siglufirði voru auglýstar á bilauppbod.is og hljóðar hæsta tilboð upp á kr. 1.285.000. Sölulaun eru kr. 45.000. Tilboðið er ekki bindandi fyrir Fjallabyggð en deildarstjóri tæknideildar leggur til að því verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu.

Fundi slitið - kl. 12:15.