Sala á gámaeiningum við Leikskála

Málsnúmer 1611024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22.11.2016

Lögð fram beiðni deildarstjóra tæknideildar Ármanns V. Sigurðssonar um heimild til að selja gámaeiningar sem hafa verið notaðar við leikskólann Leikskála á Siglufirði.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að kanna möguleika á nýtingu á einni einingu við knattspyrnuvöllinn í Ólafsfirði fyrir veitingasölu. Deildarstjóra falið að setja gámaeiningarnar á sölu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 481. fundur - 22.12.2016

Gámaeiningarnar sem voru notaðar við Leikskála á Siglufirði voru auglýstar á bilauppbod.is og hljóðar hæsta tilboð upp á kr. 1.285.000. Sölulaun eru kr. 45.000. Tilboðið er ekki bindandi fyrir Fjallabyggð en deildarstjóri tæknideildar leggur til að því verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu.