Bæjarráð Fjallabyggðar

708. fundur 09. september 2021 kl. 07:45 - 08:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Formaður óskaði eftir að bæta 2 liðum á dagskrá fundarins.

1.Launayfirlit tímabils - 2021

Málsnúmer 2101006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit launakostnaðar fyrir tímabilið janúar til ágúst 2021.
Lagt fram

2.Merkingar á og við stofnanir sveitarfélagsins.

Málsnúmer 2109024Vakta málsnúmer

Lagt er til að bæjarráð feli tæknideild að yfirfara merkingar á og við stofnanir sveitarfélagsins og skila bæjarráði minnisblaði með tillögum að úrbótum bæði hvað varðar bætta ásýnd sem og skýrleika merkinga. Einnig er lagt til að bæjarráð feli tæknideild að yfirfara merkingar s.s. gangbrautarmerkingar og leiðarvísanir sem eru á vegum Vegagerðarinnar og vinna sambærilegt minnisblað með staðgreindum ábendingum um úrbætur, það minnisblað skal lagt fyrir bæjarráð sem mun, ef þörf er talin á, senda það til Vegagerðarinnar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir ofangreinda tillögu og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna umrædd minnisblöð og leggja fyrir bæjarráð eigi síðar en um næstu mánaðarmót.

3.Leiðbeiningar um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar

Málsnúmer 2109005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags 1. september 2021. Efni bréfsins er að kynna breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að kynna efni bréfsins fyrir kjörnum fulltrúum, nefndarfólki og starfsfólki sem kemur að ritun fundargerða, undirbúningi og frágangi funda.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2109025Vakta málsnúmer

Visað til afgreiðslu starfsmanns
Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

5.Fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2021

Málsnúmer 2102020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf SSNE 18 tbl. ágúst 2021
Lagt fram

6.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. ágúst 2021, efni bréfsins varðar innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu barna. Í bréfinu kemur fram hvatning stjórnar sambandsins hvað varðar að hefja undirbúning innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og að slíkur undirbúningur geti falið í sér endurskoðun verkferla með aukinni áherslu á samhæfingu þvert á svið.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra félagsmáladeildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningardeildar að taka saman minnisblað er varðar þau atriði sem fram koma í framlögðu bréfi. Minnisblaðið skal innifela stöðumat og tillögur að aðgerðum sem ráðast þarf í til innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Minnisblaðið skal leggja fyrir bæjarráð svo fljótt sem verða má en eigi síðar en um komandi mánaðarmót.

7.Aðalfundur og ársreikningur 2021.

Málsnúmer 2109004Vakta málsnúmer

Lagt er fram fundarboð vegna aðalfundar Greiðrar leiðar ehf., fundurinn verður haldinn í fjarfundi 14. september nk. Einnig er lagður fram undirritaður ársreikningur vegna ársins 2020.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sitja fundinn f.h. sveitarfélagsins.

8.Úttekt og greining á fjárhagsstöðu íslenskra hafna 2020.

Málsnúmer 2109012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar úttekt og greining á fjárhagsstöðu íslenskra hafna vegna rekstrarársins 2020.
Lagt fram

9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2021

Málsnúmer 2102009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26. ágúst 2021.
Lagt fram

10.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2021

Málsnúmer 2101074Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 436. fundargerð Hafnarsambands Íslands dags. 20. ágúst 2021.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 08:30.