Bæjarráð Fjallabyggðar

457. fundur 27. júlí 2016 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson varamaður, F lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Síldarævintýri 2016

Málsnúmer 1607037Vakta málsnúmer

Á 456. fundi bæjarráðs, 26. júlí 2016, andmælti bæjarráð fyrirhugaðri gjaldtöku Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna kröfu sem gerð var um að greiddar verði kr. 180 þúsund í löggæslukostnað.

Lögreglustjóri telur sig ekki geta gefið jákvæða umsögn til Sýslumanns á Norðurlandi eystra í ljósi afstöðu bæjarráðs og hefur hótað því að embættið muni stöðva framkvæmd hátíðarinnar.

Sýslumaður telur sig ekki geta gefið út tækifærisleyfi nema fyrir liggi jákvæð umsögn Lögreglustjórans.

Samkvæmt því er það Lögreglustjórinn sem í raun ákveður hvort gefið verður út tækifærisleyfi vegna Síldarævintýrisins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita Innanríkisráðherra bréf þar sem óskað er eftir að hann leysi ágreininginn.

Jafnframt skorar bæjarráð á löggjafavaldið að skýra og samræma lög og reglur varðandi bæjarhátíðir þar sem ekki er innheimtur aðgangseyrir.

2.Beiðni um umsögn vegna umsóknar Allans ehf um tækifærisleyfi í tilefni af Síldarævintýri

Málsnúmer 1607044Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 27. júlí 2016, er varðar umsögn um tækifærisleyfi fyrir Allann ehf, Aðalgötu 30 580 Siglufirði. Í tilefni af Síldarævintýrinu á Siglufirði er sótt um lengri opnun 28. júlí til 1. ágúst 2016:
Fimmtudagskvöld/aðfaranótt föstudags til kl. 03:00, aðfaranótt laugardags til kl. 05:00 og aðfaranótt sunnudags til kl. 05:00
og aðfaranótt mánudags til kl. 05:00.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið.