Bæjarráð Fjallabyggðar

307. fundur 15. ágúst 2013 kl. 10:00 - 12:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Ingvar Erlingsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Vegur við Ólafsfjarðarvatn að vestanverðu

Málsnúmer 1306048Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram svar frá Svæðisstjóra Norðursvæðis er varðar veg frá Garði að Þóroddstöðum.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita vegamálastjóra bréf, þar sem óskað er eftir því að ráðist verði í viðhald vegarins á árinu 2014.

 

2.Nýtt starf íþrótta- og tómstundafulltrúa

Málsnúmer 1306070Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fjölskyldudeildar og bæjarstjóri lögðu fram upplýsingar og samantekt á viðtölum sem þeir áttu við sex umsækjendur.

Fram kom tillaga þeirra, með rökstuðningi, að Haukur Sigurðsson verði ráðinn íþrótta- og tómstundafulltrúi Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkti tillöguna samhljóða.

3.Skóla- og frístundaakstur 2013-2016

Málsnúmer 1305018Vakta málsnúmer

Lagðar fram niðurstöður er varðar verðhugmyndir í akstur fyrir Fjallabyggð.
Tvö tilboð bárust:

Frá Suðurleiðum ehf. kr. 7.152.- pr. ferð  og frá Hópferðabílum Akureyrar kr. 5.100.-. pr. ferð.

Bæjarráð leggur til að tilboði Hópferðabíla Akureyrar verði tekið og er deildarstjóra fjölskyldudeildar og bæjarstjóra falið að ganga frá samningi til undirritunar.

4.Mánaðarleg launayfirlit 2013

Málsnúmer 1303045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir janúar til júlí 2013.
Niðurstaðan fyrir heildina er 494 m.kr. sem er um 96,5% af áætlun tímabilsins sem var 512 m.kr.
Þó eru deildir sem eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 8 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 26 m.kr.

5.Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt á Fjallabyggð

Málsnúmer 1211089Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Lögmannsþjónustunni Draupni, Laugavegi 182. Bréfið er ritað í umboði Karítasar Neff Skarphéðinsdóttur.

 

Bæjarstjóra er falið að svara erindinu í samráði við lögmann Sambands ísl. sveitarfélaga.

6.Rekstraryfirlit júní 2013

Málsnúmer 1308003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Tekjur eru á áætlun en gjöld eru lægri um 10 m.kr. Fjármagnsliðir eru einnig lægri um 7 m.kr. en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir.

7.Málefni Leyningsáss ses.

Málsnúmer 1206038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Fundir bæjarstjóra með forstöðumönnum - 2013

Málsnúmer 1307047Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundargerð bæjarstjóra sem og svör þeirra við bréfum bæjarstjóra er tengjast skipulagsbreytingum bæjarstjórnar frá 20.06.2007.

Bæjarráð vísar framkomnum bréfum til næsta fundar í bæjarráði.

9.Uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2013

Málsnúmer 1308015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Fundagerðir stjórnar Hornbrekku 2013

Málsnúmer 1301027Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 6. ágúst 2013 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.