Bæjarráð Fjallabyggðar

302. fundur 02. júlí 2013 kl. 17:00 - 18:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Ingvar Erlingsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Beiðni um aukafjármagn vegna Menningarhússins Tjarnarborgar

Málsnúmer 1306061Vakta málsnúmer

Forstöðumaður menningarhúss Tjarnarborgar sækir um aukafjármagn til rekstrar á árinu 2013. Bæjarráð hafnar fram kominni ósk um viðauka við fjárhagsáætlun ársins og leggur áherslu á að fjárútlát til menningarmála sé innan fjárheimilda.

2.Reglur eða vinnureglur varðandi afhendingu upplýsinga t.d. til fjölmiðla

Málsnúmer 1306021Vakta málsnúmer

Lagðar fram almennar leiðbeiningar til stjórnenda Fjallabyggðar vegna beiðna um aðgang að upplýsingum skv. upplýsingalög nr. 140/2012.

Bæjarráð samþykkir fram lögð gögn þ.e. leiðbeiningar og eyðublað.

3.Vegur við Ólafsfjarðarvatn að vestanverðu

Málsnúmer 1306048Vakta málsnúmer

Lagðar fram fyrirspurnir um veg að vestanverðu við Ólafsfjarðarvatn. Bæjarfélagið telur veginn vera í umsýslu Samgöngustofu (Vegagerðar ríkisins) og er lögð áhersla á úrbætur hið fyrsta. Vegurinn er ekki með fjárheimildir til viðhalds eða endurbóta í áætlun bæjarfélagsins enda hefur vegurinn verið í þjónustu hjá Vegagerð ríkisins fram til þessa. Bæjarráð leggur áherslu á að vegurinn verði tekinn aftur inn í umsjá Samgöngustofu.

4.Nýtt starf íþrótta- og tómstundafulltrúa

Málsnúmer 1306070Vakta málsnúmer

Tillaga lögð fram til kynningar og felur bæjarráð bæjarstjóra að auglýsa umrætt starf hið fyrsta.

5.Umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Brimnes hótel ehf.

Málsnúmer 1306074Vakta málsnúmer

Sótt er um rekstrarleyfi til sölu gistingar og/eða veitingu veitinga fyrir Hótel Brimnes.

Bæjarráð samþykkir erindið.

6.Rekstraryfirlit maí 2013

Málsnúmer 1306060Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit yfir mánuðina janúar til maí.

Reksturinn er í góðu jafnvægi og ber að fagna því.

7.Tjarnarborg - Ársreikningur 2012

Málsnúmer 1306057Vakta málsnúmer

Lagðir fram undirritaðir og samþykktir reikningar fyrir árið 2012 til kynningar.

8.Umsókn frá Síldarminjasafni Íslands um stofnstyrk til byggingar geymslu-og sýningarhúss,samkv.11.gr. safnalaga

Málsnúmer 1306056Vakta málsnúmer

Málið lagt fram til kynningar.

9.Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt á Fjallabyggð

Málsnúmer 1211089Vakta málsnúmer

Afgreiðslur á tillögum bæjarstjórnar afgreiddar af bæjarstjóra lagðar fram til kynningar.

10.Minnisblað vegna skipulags útivistarsvæða í Hóls- og Skarðsdal

Málsnúmer 1202066Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá stjórn hestamannafélagsins Glæsi, dags. 28.06.2013.

Fundi slitið - kl. 18:00.