Fyrirspurn um áhaldahúsið í Ólafsfirði

Málsnúmer 1303037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26.03.2013

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við eiganda Óslands ehf um hugmyndir hans er varðar áhaldahúsið í Ólafsfirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 295. fundur - 07.05.2013

Bæjarstjóri fékk á 290. fundi bæjarráðs umboð til að ræða við Ósland ehf er varðar áhuga hans um hugsanleg kaup fyrirtækisins á umræddri eign að Námuvegi 6.
Náðst hefur samkomulag um kaup á umræddri eign og er miðað við að afhenda hluta af húsnæðinu þann 1. júní n.k.
Bæjarfélagið hefur áfram afnot af norður hluta hússins samkvæmt nánari samkomulagi til afnota fyrir þjónustu við bæjarbúa á Ólafsfirði. Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra að leggja fram kaupsamning á næsta bæjarstjórnarfundi til samþykktar er byggir á framkomnum hugmyndum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21.05.2013

89. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar samþykkti að fela bæjarráði fullnaðarafgeiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum framlagðan undirritaðan kaupsamning.
Sólrún Júlíusdóttir sat hjá.