Bæjarráð Fjallabyggðar

905. fundur 22. janúar 2026 kl. 08:15 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varafulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Varðveisla listaverkasafns

Málsnúmer 2504018Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samkomulagi Fjallabyggðar og Síldarminjasafnsins um varðveislu á listaverkasafni Fjallabyggðar.
Samþykkt
Í fyrirliggjandi drögum er gert ráð fyrir því að listaverkasafnið verði varðveitt í Salthúsi Síldarminjasafnsins sem uppfyllir kröfur og skilmála sem Safnaráð setur viðurkenndum söfnum um húsnæði, öryggismál og faglega starfsemi. Listaverkasafninu er með samkomulaginu því komið fyrir í mun betri varðveislu en áður hefur verið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur bæjarstjóra að ganga frá útfærslu og undirritun.

2.Rekstur upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar

Málsnúmer 2601040Vakta málsnúmer

Í desember var auglýst eftir áhugasömum rekstraraðila/þjónustuaðila til þess að reka upplýsingamiðstöð í Fjallabyggð næsta sumar, þ.e. frá 15.maí til 15.september 2026. Áhugasömum var gefinn kostur á að senda stutta greinargerð með upplýsingum um hvernig viðkomandi sér fyrir rekstur upplýsingamiðstöðvar ásamt hugmyndum um verð á þjónustunni og var gefinn frestur til 20.janúar. Fjórir aðilar sýndu verkefninu áhuga og skiluðu inn greinargerð, þ.e. Sóti Summits, Evanger sf, Fjallasalir ses (Pálshús) og Sanna Nordahl.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Helgi Jóhannsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð fagnar þeim áhuga sem sýndur hefur verið á því að reka upplýsingamiðstöð í Fjallabyggð næsta sumar og felur bæjarstjóra að boða alla þá sem sýndu áhuga á fund og afla frekari upplýsinga.

3.Tölulegar upplýsingar launadeildar 2025

Málsnúmer 2601047Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tölulegar upplýsingar launadeildar Fjallabyggðar fyrir árið 2025 en heildarhækkun launagreiðslna á milli áranna 2024 og 2025 nam 6% sem er nokkru undir þróun launavísitölu á milli áranna sem áætluð er um 7,5%.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

4.Stöðufundir skipulags- og framkvæmdasviðs 2026

Málsnúmer 2601018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal vegna stöðufundar framkvæmdasviðs í janúar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

5.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2026

Málsnúmer 2601004Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 79.fundar stjórnar SSNE.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2026

Málsnúmer 2601001Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stýrihóps um heilsueflandi samfélag og Velferðarnefndar Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:15.