Rekstur upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar

Málsnúmer 2601040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 905. fundur - 22.01.2026

Í desember var auglýst eftir áhugasömum rekstraraðila/þjónustuaðila til þess að reka upplýsingamiðstöð í Fjallabyggð næsta sumar, þ.e. frá 15.maí til 15.september 2026. Áhugasömum var gefinn kostur á að senda stutta greinargerð með upplýsingum um hvernig viðkomandi sér fyrir rekstur upplýsingamiðstöðvar ásamt hugmyndum um verð á þjónustunni og var gefinn frestur til 20.janúar. Fjórir aðilar sýndu verkefninu áhuga og skiluðu inn greinargerð, þ.e. Sóti Summits, Evanger sf, Fjallasalir ses (Pálshús) og Sanna Nordahl.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Helgi Jóhannsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð fagnar þeim áhuga sem sýndur hefur verið á því að reka upplýsingamiðstöð í Fjallabyggð næsta sumar og felur bæjarstjóra að boða alla þá sem sýndu áhuga á fund og afla frekari upplýsinga.