Bæjarráð Fjallabyggðar

900. fundur 25. nóvember 2025 kl. 12:15 - 12:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga árið 2026

Málsnúmer 2511033Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal frá bæjarstjóra þar sem óskað er eftir heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að hámarki 400 milljónir króna vegna framkvæmda á árinu 2026. Jafnframt er meðfylgjandi helstu upplýsingar um lánakjör.
Samþykkt
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Fjallabyggðar að veitt verði heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

2.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029

Málsnúmer 2509018Vakta málsnúmer

Á 897.fundi bæjarráðs var fjárhagsáætlun vísað til umræðu í nefndum og á meðal forstöðumanna stofnanna Fjallabyggðar. Með fundarboði fylgir tillaga að fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 ásamt fjárfestingaáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar.

Fundi slitið - kl. 12:45.