Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga árið 2026

Málsnúmer 2511033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 900. fundur - 25.11.2025

Fyrir liggur vinnuskjal frá bæjarstjóra þar sem óskað er eftir heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að hámarki 400 milljónir króna vegna framkvæmda á árinu 2026. Jafnframt er meðfylgjandi helstu upplýsingar um lánakjör.
Samþykkt
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Fjallabyggðar að veitt verði heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 264. fundur - 27.11.2025

Á 900.fundi bæjarráðs þann 25.nóvember var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn Fjallabyggðar að veitt verði heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga árið 2026 til fjárfestinga og framkvæmda.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.