Bæjarráð Fjallabyggðar

885. fundur 31. júlí 2025 kl. 12:15 - 13:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2507023Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók

2.Þjóðvegur í þéttbýli, Ólafsfirði, 2 áfangi

Málsnúmer 2406050Vakta málsnúmer

Framkvæmdum við þjóðveg í þéttbýli á Ólafsfirði, áfanga 2, er að ljúka en ekki var gert ráð fyrir frágangi á milli göngu/hjólastíga og þjóðvegar í útboði á síðasta ári. Að beiðni fulltrúa H-lista, Helga Jóhannssonar, hefur deildarstjóri skipulags - og framkvæmdasviðs tekið saman gögn vegna frágangs á framkvæmdinni.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs fyrir fram komið minnisblað. Bæjarstjóra og sviðsstjóra falið að ræða við Vegagerðina um aðkomu hennar að þeirri tillögu sem liggur fyrir í minnisblaði. Bæjarstjóra að öðru leyti falið að taka tillit til framkvæmdarinnar í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025.

3.Efnahagsleg áhrif af gjaldtöku skemmtiferðaskipa.

Málsnúmer 2506009Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar um áhrif gistináttagjalds á komu skemmtiferðaskipa á næsta ári. Áhrifin eru mjög mikil á komu skemmtiferðaskipa í Fjallabyggðarhöfn en nú þegar er búið að afbóka 21 komu skipa sumarið 2026 og aðeins 12 komur eru því bókaðar. Í sumar eru bókaðar 33 komur skemmtiferðaskipa.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af þróun mála í kjölfar aukinnar skattlagningar fyrri ríkisstjórnar á þennan lið ferðaþjónustu. Þrátt fyrir að skipakomur í Fjallabyggðarhafnir séu ekki afar margar þá hefur fyrirsjáanlegur samdráttur vegna þessarar skattlagningar gríðarlega mikil áhrif bæði á stöðu hafnarsjóðs en ekki síður á þjónustuaðila sem hafa m.a. byggt upp sína starfsemi í tengslum við að þjónusta ferðamenn sem sækja Fjallabyggð heim með þessum skipum.

Bæjarráð Fjallabyggðar skorar á núverandi stjórnvöld að endurskoða lagasetningu sem heimilar þessa auknu skattlagningu og mun, skv. skýrslu sem Hafnasamband Íslands óskaði eftir, draga verulega úr umsvifum skemmtiferðaskipa við Ísland líkt og afbókanir í stórum stíl staðfesta.

4.Reglur vegna stöðuleyfa í Fjallabyggð

Málsnúmer 2507046Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að reglum um stöðuleyfi í Fjallabyggð sem m.a. er ætlað að bæta umgengni á gámageymslusvæðum.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi drög að reglum vegna stöðuleyfa og felur skipulags - og framkvæmdasviði að fylgja reglunum eftir og leggja fram drög að sérstökum reglum um umgengni á gámageymslusvæði Fjallabyggðar.

5.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggja vinnuskjöl frá fjórum fundum hjá skipulags - og framkvæmdasviði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Bruni í grillhyttu Hvanneyrarskál

Málsnúmer 2507041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tjónamatsgerð frá Sjóvá vegna bruna í grillhyttu í Hvanneyrarskál. Tjónið er að mestu leyti bætt af tryggingum en fjölmargir aðilar hafa komið að endurbótum og viðgerð á hyttunni undanfarnar vikur.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

7.Íbúafjöldi Fjallabyggðar

Málsnúmer 2507042Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar frá þjóðskrá á þróun íbúafjölda í Fjallabyggð frá 1.desember 2019. Íbúar í Fjallabyggð þann 1.júlí 2025 voru 2.021 talsins og hefur fjölgað um 16 íbúa frá 1.desember 2024. Íbúafjöldinn nú er sá mesti frá árinu 2019.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 13:30.