Bæjarráð Fjallabyggðar

871. fundur 15. apríl 2025 kl. 16:00 - 16:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varafulltrúi
  • Þorgeir Bjarnason varafulltrúi
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Störf laus til umsóknar í stjórnsýslu

Málsnúmer 2503024Vakta málsnúmer

Tvö störf voru auglýst til umsóknar hjá Fjallabyggð og sá Mögnum ráðningaþjónusta um umsóknarferli, mat á umsóknum og viðtöl.
5 umsækjendur voru um starf sviðsstjóra velferðarsviðs. Að undangengnum viðtölum og mati á umsækjendum mælir Mögnum með ráðningu Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur í starfið.
6 umsækjendur voru um starf skrifstofustjóra. Að undangengnum viðtölum og mati á umsækjendum mælir Mögnum með ráðningu á Þóri Hákonarsyni í starfið.
Bæjarráð samþykkir að fara að tillögu ráðningarþjónustu Mögnum og felur formanni bæjarráðs að ganga til samninga við Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur í starf sviðsstjóra velferðarsviðs Fjallabyggðar og við Þóri Hákonarson í starf skrifstofustjóra Fjallabyggðar og leggja fyrir bæjarstjórn.

2.Gámageymslusvæði á Siglufirði

Málsnúmer 2504035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt frá bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs á núverandi gámageymslusvæði við Öldubrjót á Siglufirði og tillaga um breytingar sem fela í sér færslu á svæðinu og tiltekt við Öldubrjótinn.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við minnisblað og gilt deiliskipulag á svæðinu. Bæjarstjóra einnig falið að kalla eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar.

Fundi slitið - kl. 16:30.