Bæjarráð Fjallabyggðar

865. fundur 06. mars 2025 kl. 08:15 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Salernisaðstaða í Skarðsdalsskógi Siglufirði

Málsnúmer 2501048Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgir bókun frá 115. fundi markaðs- og menningarnefndar, 20.2.2025, þar sem nefndin vísar hugmynd að uppsetningu á salernisaðstöðu í Skarðsdalsskógi sem nýta mætti fyrir útivistarfólk á svæðinu til umfjöllunar í bæjarráði. Í bókun nefndarinnar kemur fram að þörf á slíkri aðstöðu sé til staðar og að henni hafi verið komið á framfæri við sveitarfélagið. Á fundi nefndarinnar kynnti markaðs- og menningarfulltrúi mögulega útfærslu verkefnisins og hvaða styrkleiðir eru mögulegar til slíks verkefnis s.s. hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð fagnar framkomnum metnaðarfullum hugmyndum og felur bæjarstjóra að vinna að frekari útfærslu í samráði við markaðs- og menningarfulltrúa auk þess að kanna möguleika á styrkveitingum í slíkar framkvæmdir frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og fleiri aðilum enda er slík framkvæmd háð styrkveitingum.

2.Verkefnahópur um málefni skíðasvæðisins í Skarðsdal

Málsnúmer 2409031Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt á kostnaði við framkvæmdir á skíðasvæðinu í Skarðsdal vegna ársins 2024 og þeirra framkvæmda sem færðar voru yfir á árið 2025.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjóra falið að taka saman frekari upplýsingar varðandi eignfærslur og eignarhald á búnaði svæðisins og leggja fyrir bæjarráð.

3.Erindi frá Félagi eldriborgara á Siglufirði vegna púttvallar.

Málsnúmer 2502035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá félagi eldri borgara á Siglufirði þar sem fram kemur tillaga frá stjórn félagsins um að það afsali sér púttvelli til Fjallabyggðar og þar með umsjón og umhirðu vallarins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar félagi eldri borgara erindið og er umhverfis- og tæknideild falið að útfæra umsjón og umhirðu pútt-vallarins.

4.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2205076Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá félagi eldri borgara á Ólafsfirði þar sem tilkynnt er um breytingar á fulltrúum félagsins í Öldungaráði. Félagið tilnefnir Þorbjörn Sigurðsson og Björn Þór Ólafsson sem aðalmenn í Öldungaráð og Rögnvald Ingólfsson og Önnu Maríu Guðlaugsdóttur sem varamenn.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Tilnefningum félags eldri borgara á Ólafsfirði í Öldungaráð vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Haf- og strandsvæðaskipulag

Málsnúmer 2502038Vakta málsnúmer

Fyrir liggur eftirfarandi tillaga frá fulltrúum H-lista:

"Samkvæmt þingsályktun á þingskjali nr. 1724 á 154. löggjafarþingi á að vinna haf- og strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð á árinu 2025 sem afmarkast frá Siglunesi í vestri og Bjarnarfjalli í austri.

H listinn telur mikilvægt að bæjarstjórn/bæjarráð hvetji félagsmálaráðherra til að skipa nú þegar í svæðisráð, samkvæmt ofanskráðu, sem fer fyrir þeirri vinnu er varðar skipulag á haf- og strandsvæðum í samvinnu við Skipulagsstofnun. Vísa má til bréfs frá Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar dags 22. Nóvember 2019 til Skipulagsstofnunar þar sem hvatt er til að ráðist verði í gerð haf- og strandsvæðaskipulags í Eyjafirði.

Það er mjög brýnt að þessi vinna fari sem fyrst í gang þar sem fyrirtæki í Fjallabyggð hefur áform um fiskeldi á svæðinu og því þörf á að hraða vinnu við skipulagið."




Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð tekur undir ábendingar í bókun H-listans en vísar að öðru leyti framkominni tillögu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

6.Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli

Málsnúmer 2407014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samningur til staðfestingar á milli Tengja hf og Fjallabyggðar um ljósleiðaralagningu í Fjallabyggð. Verkefnið hefur þegar fengið styrkveitingu frá Fjarskiptasjóði sem ætlað er að standa undir kostnaði við lagninguna.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi samningi við Tengi hf. og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun.

7.Framtíð Flugklasans

Málsnúmer 2408055Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundarboð frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem boðað er til fundar um málefni Flugklasans þann 2.apríl n.k. Óskað er eftir þátttöku sveitarstjóra/bæjarstjóra og/eða annarra fulltrúa sveitarfélagsins á fundinn.
Lagt fram til kynningar
Til kynningar

8.Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2304029Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umfjöllun Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar um erindi frá Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar varðandi framtíðar fyrirkomulag skipulags - og byggingarmála á svæðinu.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð tekur undir umfjöllun skipulags- og umhverfisnefndar þar sem m.a. nefndin telur brýna þörf á heildar endurskoðun Svæðisskipulags Eyjafjarðar þar sem langt hefur liðið frá útgáfu núgildandi svæðisskipulags.

9.Ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) 2025.

Málsnúmer 2503007Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundarboð á ársþing SSNE sem fram fer á Hótel Natur, Svalbarðsstrandarhreppi, 2-3 apríl n.k.
Lagt fram til kynningar
Til kynningar

10.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2503008Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf sem fram fer 20. mars n.k., ásamt tillögum sem lagðar verða fyrir fundinn
Lagt fram til kynningar
Til kynningar

11.Sinfó í sundi - samfélagsgleði um allt land

Málsnúmer 2503010Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að sundlaugar og baðstaðir verði opnir fram á kvöld á meðan tónleikum hljómveitarinnar verður sjónvarpað þann 28.ágúst n.k. Óskað er eftir samstarfi við sveitarfélögin með þessum hætti í verkefnið "Sinfó í sundi"
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð fagnar framtaki Sinfóníuhljómsveitarinnar og hvetur markaðs- og menningarfulltrúa sem og forstöðumenn sundlauganna til að vekja athygli á viðburðinum og hafa sundlaugarnar opnar með beina útsendingu frá tónleikunum.

12.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal frá stöðufundi umhverfis - og tæknideildar.
Lagt fram til kynningar
Til kynningar

13.Veraldarvinir - ósk um samstarf 2025

Málsnúmer 2501046Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samstarfssamningi á milli Fjallabyggðar og Veraldarvina til þriggja ára þar sem m.a. felur í sér tiltekin verkefni í samráði við Skógræktarfélögin á Siglufirði og í Ólafsfirði og önnur verkefni á opnum svæðum í Fjallabyggð.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun.

14.Uppsögn á starfi - fjármálastjóri

Málsnúmer 2503006Vakta málsnúmer

Fyrir liggur uppsagnarbréf frá fjármálastjóra Fjallabyggðar sem lætur af störfum þann 31.maí n.k.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar fjármálastjóra fyrir störf hans hjá Fjallabyggð og óskar honum velfarnaðar.

Fundi slitið - kl. 10:15.