Bæjarráð Fjallabyggðar

817. fundur 19. janúar 2024 kl. 08:15 - 09:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Þorgeir Bjarnason varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Verkefni tæknideildar 2024

Málsnúmer 2401038Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar mætti til fundarins og fór yfir helstu verkefni deildarinnar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir sérstaka yfirferð á verkefninu „Bylgjubyggð 2b“. Mikilvægt er að verkefnið gangi vel og að sveitarfélagið uppfylli samning sinn við félag eldri borgara í Ólafsfirði. Deildarstjóra falið að leggja minnisblað ásamt kostnaðar- og framkvæmdaáætlun fyrir starfshóp um fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald.

2.Framlög til stjórnmálasamtaka 2024

Málsnúmer 2401049Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar yfir greiðslur og skiptingu framlags til stjórnmálasamtaka fyrir árið 2023. Lagt er til að úthlutað verði í samræmi við ákvæði 5. gr. laga nr. 162/2006 eftir kjörfylgi í kosningum 2022 og rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2024.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

3.Staðfesting á stofnframlagi Fjallabyggðar vegna kaupa á íbúðum við Vallarbraut, Siglufirði

Málsnúmer 2311036Vakta málsnúmer

Niðurstaða Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á úthlutun stofnframlags ríkisins vegna kaupa Fjallabyggðar á íbúðum við Vallarbraut lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð staðfestir uppfært yfirlit stofnframlags Fjallabyggðar.

4.Áform um breytingu á lögum nr. 49-1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum

Málsnúmer 2401047Vakta málsnúmer

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 6/2024 - "Áform um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum". Með þessum tölvupósti er þér/ykkur sérstaklega boðið að taka þátt.

Umsagnarfrestur er til og með 26.01.2024.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar ráðuneytinu fyrir boð um þátttöku. Málefnið er mikið hagsmunamál fyrir Fjallabyggð og felur bæjarráð bæjarstjóra að taka saman umsögn Fjallabyggðar um málið.

5.Samþykktir Leigufélagsins Bríetar.

Málsnúmer 2401048Vakta málsnúmer

Uppfærð samþykkt fyrir Leigufélagið Bríet ehf. lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við samþykktirnar.

6.Hitaveitumál í Ólafsfirði

Málsnúmer 2401052Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Stefáns H. Steindórssonar, sviðsstjóra Veitu- og tæknisviðs Norðurorku um stöðu vatnsvinnslu hitaveitu á Ólafsfirði. Lagt er til að minnka notkun á upphituðum gangstéttum og íþróttavelli í mikilli kuldatíð og reyna þannig að hlífa öðrum notendum við skerðingum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar fyrir yfirferð á málefnum hitaveitunnar í Ólafsfirði. Bæjarráð ákveður í ljósi þess að gangstéttir eru nú hreinsaðar með kerfisbundnari hætti en áður, og þeirrar staðreyndar að hitaveitan í Ólafsfirði er komin nálægt þolmörkum, að hitun gangstétta á vegum sveitarfélagsins verði hætt þar til annað verður ákveðið. Mikilvægt er að þegar hitun verður hætt að tryggja tæmingu röra þannig að þau verði ekki fyrir skemmdum.
Bæjarráð telur einsýnt í ljósi stöðunnar að Norðurorka breyti forgangsröðun sinni og flýti framkvæmdum í tengslum við hitaveituna í Ólafsfirði. Mikilvægt er að borun nýrrar holu í Ólafsfirði verði flýtt eins og kostur er. Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með stjórn Norðurorku hið fyrsta.

7.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2024

Málsnúmer 2401007Vakta málsnúmer

Fundargerð 59. fundar stjórnar SSNE lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Fundargerð 151. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Fundargerðir 307. fundar skipulags- og umhverfisnefndar og 135. fundar fræðslu- og frístundanefndar lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:20.