Bæjarráð Fjallabyggðar

800. fundur 18. ágúst 2023 kl. 08:15 - 10:05 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson varamaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Hátíðir í Fjallabyggð - aðkoma bæjarfélagsins

Málsnúmer 2308023Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála yfir hátíðir í bæjarfélaginu. Farið var yfir aðkomu bæjarfélagsins að hátíðunum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra Fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir samantektina. Bæjarráð felur deildarstjóra að skila greinargerð um aðkomu sveitarfélagsins að hátíðum áður en gerð fjárhagsáætlunar hefst.

2.Hólsá - veiðistjórn og eftirlit

Málsnúmer 2308014Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Jóns Heimis Sigurbjörnssonar varðandi veiðistjórn og eftirlit í Hólsá á Siglufirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að skila greinargerð til bæjarráðs um þar sem farið yrði yfir reynsluna af núgildandi reglum og þeirri veiðistjórnun sem hefur verið við í Hólsá.

3.Heimsókn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra

Málsnúmer 2307039Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra mætti á fund bæjarráðs til að fara yfir ýmis mál.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar framkvæmdastjóra HNV fyrir komuna á fundinn. Bæjarráð ítrekar fyrri bókun sína frá 7. júlí 2023 um mikilvægi góðrar málsmeðferðar við endurnýjun starfsleyfa. Þá hvetur bæjarráð HNV í erfiðum málum að leita til utanaðkomandi t.d. annarra heilbrigðisumdæma og sérfræðinga til þess að aðstoða eftirlitið við málsmeðferð þeirra.

4.Breyting á deiliskipulagi Snorragötu

Málsnúmer 2210107Vakta málsnúmer

Þann 29.mars sl. samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd að auglýsa breytingu deiliskipulags Snorragötu að nýju vegna umsóknar RÆS minningarfélags um síldarstúlkuna, um nýjan bryggjustúf undir listaverk við Snorragötu (tilvísun í mál nr. 2303058). Tillagan var auglýst með athugasemdafresti frá 28. apríl til 9.júní 2023. Ábending barst frá Vegagerðinni um að merkja inn á uppdrátt veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar, búið er að bæta því inn á uppdrátt. Að öðru leyti bárust ekki athugasemdir sem gáfu tilefni til breytinga.
Samþykkt
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir auglýsta breytingu á deiliskipulagi Snorragötu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 10:05.