Hólsá - veiðistjórn og eftirlit

Málsnúmer 2308014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 800. fundur - 18.08.2023

Tekið fyrir erindi Jóns Heimis Sigurbjörnssonar varðandi veiðistjórn og eftirlit í Hólsá á Siglufirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að skila greinargerð til bæjarráðs um þar sem farið yrði yfir reynsluna af núgildandi reglum og þeirri veiðistjórnun sem hefur verið við í Hólsá.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 823. fundur - 08.03.2024

Minnisblað deildarstjóra tæknideildar um veiðireglur og veiðistjórn í Hólsá lagt fram til kynningar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið. Bæjarstjóra falið að ræða við Stangveiðifélag Siglufjarðar um mögulega aðkomu þeirra að umsjón árinnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 881. fundur - 26.06.2025

Fyrir liggur samningur við Stangveiðifélag Siglufjarðar um veiðistjórnun og umsjón Hólsár og Leyningsár.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi samning við Stangveiðifélag Siglufjarðar með lítilsháttar breytingum er varða söfnun upplýsinga um veiði í Hólsá en samningurinn, sem er til 1.október 2028, gerir ekki ráð fyrir neinum fjárhagslegum skuldbindingum til félagsins á fyrsta ári og verður það ákvæði tekið til endurskoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.