Hólsá - veiðistjórn og eftirlit

Málsnúmer 2308014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 800. fundur - 18.08.2023

Tekið fyrir erindi Jóns Heimis Sigurbjörnssonar varðandi veiðistjórn og eftirlit í Hólsá á Siglufirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að skila greinargerð til bæjarráðs um þar sem farið yrði yfir reynsluna af núgildandi reglum og þeirri veiðistjórnun sem hefur verið við í Hólsá.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 823. fundur - 08.03.2024

Minnisblað deildarstjóra tæknideildar um veiðireglur og veiðistjórn í Hólsá lagt fram til kynningar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið. Bæjarstjóra falið að ræða við Stangveiðifélag Siglufjarðar um mögulega aðkomu þeirra að umsjón árinnar.