Bæjarráð Fjallabyggðar

784. fundur 28. mars 2023 kl. 08:15 - 09:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Verkefni fjármála og stjórnsýsludeildar

Málsnúmer 2302062Vakta málsnúmer

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála mætti til fundar og fór yfir stöðu verkefna á deildinni.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir komuna á fundinn og yfirferð yfir verkefni deildarinnar.

2.Samstarfssamningur Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Gnýfara 2023

Málsnúmer 2303061Vakta málsnúmer

Á 769. fundi bæjarráðs 24.11.2022 var samþykkt erindi hestamannafélagsins Gnýfara um endurnýjun samstarfssamnings.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

3.Samstarfssamningur Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Glæsis 2023

Málsnúmer 2303062Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Glæsis. Samningurinn tekur gildi frá og með 1. mars 2023 og er gildistími hans eitt ár.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

4.Bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.

Málsnúmer 2303074Vakta málsnúmer

Lagt fram sameiginlegt bréf innviðaráðherra og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa. Verkefnisstjórninni skilað af sér yfirgripsmiklum tillögum til að bæta starfsaðstæður og starfskjör kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum þann 24. nóvember síðastliðinn. Vinna stendur yfir á vegum ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga við að fylgja tillögunum eftir.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að kanna hvernig starfsaðstæður kjörinna fulltrúa í Fjallabyggð eru m.t.t. þeirra ábendinga sem koma fram í bréfi verkefnastjórnar um starfsaðstæður og starfskjör kjörinna fulltrúa.

5.Skýrsla um stjórnsýsluskoðun Fjallabyggðar 2022

Málsnúmer 2303079Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skýrslu um stjórnsýsluskoðun Fjallabyggðar 2022. Skýrslan er unnin af KPMG.
Lagt fram til kynningar
Lögð fram til kynningar.

6.Tillaga kjörnefndar að fulltrúa í stjórn sambandsins.

Málsnúmer 2303082Vakta málsnúmer

Tillaga kjörnefndar að fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir Framkvæmdaráðs um barnavernd á Mið - Norðurlandi

Málsnúmer 2303068Vakta málsnúmer

Fundargerð 1. fundar framkvæmdaráðs um barnavernd á Mið - Norðurlandi lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2023

Málsnúmer 2301068Vakta málsnúmer

Fundargerð 50. fundar stjórnar SSNE lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Fundargerð 123. fundar fræðslu- og frístundanefndar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.