Mat á búnaði fyrir hafnir

Málsnúmer 2002010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 639. fundur - 11.02.2020

Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun, dags. 04.02.2020 er varðar leiðbeiningar varðandi mengunarvarnabúnað í höfnum á Íslandi og flokka með tilliti til magns sem þarf að hreinsa upp komi til mengunarslyss í höfn. Óskað er eftir því að farið verði yfir meðfylgjandi lista/tillögu með tilliti til þess hvað hafnir telja sig þurfa af búnaði miðað við flokk. Skilafrestur er til 14. febrúar nk.

Bæjarráð samþykkir að fela Hafnarstjóra og yfirhafnarverði að svara erindinu.