Bæjarráð Fjallabyggðar

617. fundur 27. ágúst 2019 kl. 16:30 - 17:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Evrópuvika svæða og borga í Brussel 7. - 10. október 2019

Málsnúmer 1908049Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Óttars Freys Gíslasonar forstöðumanns Brussel - skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22.08.2019 þar sem fram kemur að Evrópuvika svæða og borga fer fram í Brussel dagana 7. - 10. október nk. Yfirskriftin í ár er "Svæði og borgir: Grunnstoðir fyrir framtíð Evrópusambandsins" Skráning stendur yfir til 27. september nk.

2.Aukalandsþings sambandsins 2019

Málsnúmer 1906018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Vals Rafns Halldórssonar fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22.08.2019 þar sem fram kemur að XXXIV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem er aukalandsþing, verður haldið föstudaginn 6. september nk. á Grand hótel Reykjavík. Þingið verður sett kl. 10:30 með ávarpi formanns sambandsins, Aldísar Hafsteinsdóttur, en skráning og afhending gagna hefst kl. 9:20. Stefnt er að því að þinginu ljúki um kl. 15:45.

3.Kvörtun: Kostnaður vegna snjóflóðaeftirlits á skíðasvæði í Skarðsdal

Málsnúmer 1908037Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Tryggva Gunnarssonar umboðsmanns Alþingis, dags. 14.08.2019 þar sem óskað er upplýsinga vegna kvörtunar Valló ehf. er varðar kostnað við eftirlit með snjóflóðum á skíðasvæðinu í Skarðsdal.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.

4.Landsfundur um jafnréttismál

Málsnúmer 1907016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Katrínar Bjargar Ríkharðsdóttur fh. Jafnréttisstofu, dags. 19.08.2019 er varðar dagskrá Landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga sem haldinn verður 4. - 5. september 2019.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra félagsþjónustu.

5.Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandiáætlun ríkis í málefnum sveitarfélaga

Málsnúmer 1908034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Jóhönnu Sigurjónsdóttur fh. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 19.08.2019 þar sem athygli er vakin á að ráðuneytið hefur birt til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019 - 2033 í samráðsgátt stjórnvalda.

6.Áskorun vegna hamfarahlýnunar

Málsnúmer 1908041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Samtaka grænkera á Íslandi, dags. 20.08.2019 er varðar áskorun til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga um að draga úr neyslu dýraafurða vegna hamfarahlýnunar.
Fylgiskjöl:

7.Aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1908064Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þorvalds Hreinssonar fh. Veiðifélags Ólafsfjarðar, dags. 21.08.2019 þar sem fram kemur að aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar verður haldinn að Brimvöllum 2 Ólafsfirði, laugardaginn 31. ágúst nk. kl. 17:00.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

8.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2019

Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 16. fundar stjórnar Hornbrekku frá 22. ágúst sl.

Fundi slitið - kl. 17:20.