Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandiáætlun ríkis í málefnum sveitarfélaga

Málsnúmer 1908034

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 617. fundur - 27.08.2019

Lagt fram til kynningar erindi Jóhönnu Sigurjónsdóttur fh. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 19.08.2019 þar sem athygli er vakin á að ráðuneytið hefur birt til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019 - 2033 í samráðsgátt stjórnvalda.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 09.09.2019

Lagt fram til kynningar erindi Jóhönnu Sigurðardóttur fh. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis þar sem vakin er athygli á því að tvö ný fylgiskjöl hafa bæst við tillögu til þingsályktunar um stefnu í málefnum sveitarfélaga í samráðsgátt Stjórnarráðsins.
Annas vegar er um að ræða umsögn Byggðastofnunar um tillöguna og hins vegar lögfræðilegt álit á stjórnskipunarlegum atriðum hennar. Þá er einnig vakin athygli á að í samráðsgáttinni eru framkomnar tillögur og fylgiskjöl til umsagnar er varða reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.