Skemmdir á knattspyrnuvelli í Ólafsfirði

Málsnúmer 1804063

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 552. fundur - 17.04.2018

Undir þessum lið sátu Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Þann 31. mars sl. voru unnar skemmdir á knattspyrnuvellinum í Ólafsfirði þegar ökumaður jeppa keyrði inn á völlinn og spólaði hann upp. Að svo stöddu er ekki vitað hver kostnaðurinn við viðgerðir er.

Haft hefur verið samband við Lögregluembættið á Norðurlandi eystra og óskað eftir lögregluskýrslu.