
Gjaldskrá 2023 Skólanámskrá ForeldrahandbókVefsíða leikskólanna
Leikskólinn er fyrsta skólastigið (stig skólakerfisins) og upphaf skólagöngu barna (formlegrar menntunar einstaklinga.)
Leikskólar starfa samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 655/2009 og aðalnámskrá leikskóla útgefinni af mennta- og menningarmálaráðuneytinu 2011.
Leikskóli Fjallabyggðar er opinn frá kl 7:45 - 16:15 alla virka daga.
Leikskólar í Fjallabyggð eru tveir:
Leikskólinn Leikskálar
Leikskólinn Leikskálar var tekinn í notkun haustið 1993. Nú er hann hluti af Leikskóla Fjallabyggðar ásamt Leikhólum á Ólafsfirði frá árinu 2010. Í leikskólanum eru 81 barn á aldrinum 1-5 ára og deildirnar eru fimm, Nautaskál, Hvanneyrarskál, Skollaskál, Selskál og Núpaskál
Leikskálar eru til húsa að:
Brekkugötu 2, Siglufirði
Sími 464-9145
Leikskólinn Leikhólar
Leikskólinn Leikhólar var stofnaður 1982. Nú er hann hluti af Leikskóla Fjallabyggðar ásamt Leikskálum á Siglufirði. Í leikskólanum eru 44 börn á aldrinum 1-5 ára og deildirnar eru þrjár, Álfhóll, Hulduhóll og Tröllahóll.
Leikhólar eru til húsa að:
Ólafsvegi 25, Ólafsfirði
Sími 464-9240