Hornbrekka

Hornbrekka er heimili fyrir þá sem hafa mat Færni og- heilsunefndar á þörf fyrir búsetu í dvalar- eða hjúkrunarrými. Í dag búa á Hornbrekku 21 einstaklingar í hjúkrunarrými og 5 í dvalarrými.

Markmið og stefna Hornbrekku er að er að tryggja íbúum vistlegt heimili, hjúkrun, þjálfun og aðhlynningu eftir þörfum hvers og eins. Að veita bestu mögulegu þjónustu með áherslu á vellíðan og ánægju íbúa. Íbúar heimilisins eru mismunandi og hafa mismunandi þarfir, starfsfólk leggur sig fram við að viðhalda og/eða bæta líkamlega, andlega og félagslega færni, efla og styðja sjálfræði og sjálfsbjörg við athafnir daglegs lífs og auka lífsgæði við breyttar aðstæður. 

Á Hornbrekku starfa um 40 starfsmenn, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, ófaglærðir, sjúkraþjálfari og matráður sem vinna allir með markmið Hornbrekku að leiðarljós.

Í Handbók fyrirtækja í velferðarþjónustu fyrir íbúa hjúkrunarheimila er teknar saman hagnýtar upplýsingar og reglur varðandi málefni íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum.

Handbók Hornbrekku

Forstöðumaður og hjúkrunarforstjóri Hornbrekku er Birna Sigurveig Björnsdóttir, netfang:  birna@hornbrekka.is

 

Tengiliður

Birna Sigurveig Björnsdóttir

Hjúkrunarforstjóri og forstöðurmaður Hornbrekku

Fréttir

Hornbrekka Ólafsfirði laust starf í ræstingu

Hornbrekka Ólafsfirði auglýsir eftir starfsmanni í tímabundna afleysingu í ræstingu. Um er að ræða 100% stöðu en möguleiki á að ráða tvo einstaklinga í 50% vinnu. Laun eru skv. kjarasamningi SFV og Kjalar. Nánari upplýsingar veitir Birna Sigurveig Björnsdóttir forstöðumaður og hjúkrunarforstjóri í síma 466-4066 / 663-5299 eða á netfangið birna@hornbrekka.is
Lesa meira

Fyrirlestrar 60+

Félagsþjónustan í Fjallabyggð stendur fyrir fyrirlestrum fyrir 60 + í Tjarnarborg Ólafsfirði Félagsþjónustan í Fjallabyggð hefur fengið til liðs við sig Heilsu- & sálfræðiþjónustuna, miðstöð heilsueflingar til að halda fyrirlestra fyrir 60 ára og eldri í Fjallabyggð. Dagskrá fyrirlestra er að finna hér fyrir neðan og eru allir 60+ hjartanlega velkomnir.
Lesa meira

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa

Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa. Hæfniskröfur • Íslenskt hjúkrunarleyfi. • Reynsla og áhugi af starfi með öldruðum. • Lögð er áhersla á metnað í starfi, stundvísi, skipulögð vinnubrögð, jákvæðni og sveigjanleika. • Góð íslenskukunnátta Laun eru samkvæmt kjarasamningi SFV og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Umsóknir sendast á netfangið birna@hornbrekka.is Nánari upplýsingar veitir Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 466-4066 / 6635299 eða í gegnum birna@hornbrekka.is
Lesa meira

Söngskemmtun Sing-a-long á Rauðku

Í tlefni góða veðursins ætlum við að syngja fullum hálsi á Rauðku, Siglufirði, föstudaginn 10. september kl. 17:00 Söngtextar koma upp á tjaldið svo allir geta sungið með. Hljómsveitin Singalonghópurinn heldur uppi söngstuðinu. Rútuferð frá Ólafsfirði kl. 16:15 og aftur til baka kl. 18:45
Lesa meira

Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara Fjallabyggðar haustið 2021

Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara hefst samkvæmt vikuplani 1. september nk. og er dagskráin fjölbreytt að venju. Allir heldri borgarar Fjallabyggðar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið félagsstarfsins í vetur.
Lesa meira