Grunnskóli


Skóladagatal Fræðslustefna  Stefnur og áætlanir  Heimasíða Gjaldskrá 2022

Grunnskóli Fjallabyggðar er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6-16 ára sem eiga lögheimili í Fjallabyggð.

Grunnskólar starfa eftir lögum um grunnskóla, nú frá árinu 2008 og reglugerðum sem þeim fylgja. 

Nýr grunnskóli í Fjallabyggð tók til starfa 1. ágúst 2010 og leysti af hólmi Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar.

Við skólann eru tvær starfsstöðvar:
Á Siglufirði er 1. - 5. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100.
Í Ólafsfirði er 6. - 10. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100.

Sími skólahússins á Siglufirði er 464 9150 og í Ólafsfirði 464 9220

Frekari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu skólans.

Fréttir

Nemendur í 6. - 10. bekk safna áheitum og leita til íbúa Fjallabyggðar

Mánudaginn næstkomandi, þann 26. september, ætla nemendur 6. - 10. bekkjar að hlaupa Ólympíuhlaup ÍSÍ og láta í leiðinni gott af sér leiða. Nemendur eru að safna áheitum og ætla að styrkja þrjú verðug málefni hér í Fjallabyggð sem eru þessi:
Lesa meira

Göngum í skólann hefst á morgun 7. september

Nú er skólastarf hafið á ný eftir sumarleyfí í Grunnskóla Fjallabyggðar. Verkefnið okkar Göngum í skólann (www.gongumiskolann.is) hefst á morgun 7. september þegar það verður sett í sextánda sinn sinn. Því lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum www.iwalktoschool.org miðvikudaginn 2. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Lesa meira

Ökumenn gæti að sér í umferðinni

Af gefnu tilefni eru ökumenn beðnir um að sýna aðgát í umferðinni nú þegar skólastarf er að hefjast á ný og einnig að virða hraðatakmarkanir í íbúðagötum bæjarins.
Lesa meira

Skólaakstur hefst að nýju veturinn 2022-2023

Ný akstursáætlun skólarútu tekur gildi mánudaginn 22. ágúst en þá hefst skólastarf Grunnskóla Fjallabyggðar. Almennir farþegar eru velkomnir í skólarútu ef sæti eru laus en nemendur grunnskóla, menntaskóla og starfsfólk sveitarfélagsins ganga fyrir sætum, í þessari röð.
Lesa meira

VORHÁTÍÐ Grunnskóla Fjallabyggðar

Fimmtudaginn 5. maí kl. 17:30 verður Vorhátíð 1.-7. bekkjar haldin í Tjarnarborg í Ólafsfirði.
Lesa meira