Grunnskóli


Skóladagatal Fræðslustefna  Stefnur og áætlanir  Heimasíða Gjaldskrá 2023 Matseðill 

Grunnskóli Fjallabyggðar er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6-16 ára sem eiga lögheimili í Fjallabyggð.

Grunnskólar starfa eftir lögum um grunnskóla, nú frá árinu 2008 og reglugerðum sem þeim fylgja. 

Nýr grunnskóli í Fjallabyggð tók til starfa 1. ágúst 2010 og leysti af hólmi Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar.

Við skólann eru tvær starfsstöðvar:
Á Siglufirði er 1. - 5. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100.
Í Ólafsfirði er 6. - 10. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100.

Sími skólahússins á Siglufirði er 464 9150 og í Ólafsfirði 464 9220

Frekari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu skólans.

Fréttir

Skólaliða vantar í afleysingu í Grunnskóla Fjallabyggðar

Skólaliða vantar til starfa tímabundið í Grunnskóla Fjallabyggðar. Um er að ræða afleysingu til 7. júní, 100% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Staðsetning starfsins er í skólahúsinu á Siglufirði.
Lesa meira

Hönnunarkeppnin Stíll

Hönnunarkeppnin Stíll fór fram í íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 21. janúar kl. 12-17. Þemað sem valið er af Ungmennaráði Samfés var í ár „Gylltur glamúr “. Á Stíl koma saman og keppa unglingar af öllu landinu í fatahönnun, hárgreiðslu, förðun, framkomu og hönnunarmöppu.
Lesa meira

Úrslit Ljóðaflóðs 2022

Úrslit í ljóðasamkeppni grunnskólanema, Ljóðaflóð 2022, liggja nú fyrir. Menntamálastofnun, í samstarfi við Krakkarúv, efndi til keppninnar í tilefni af degi íslenskrar tungu. Í keppninni var ljóðformið frjálst og ánægjulegt að sjá hversu fjölbreytt og vönduð ljóð bárust.
Lesa meira

Breytt aksturstafla í haustfríi grunnskólans

Föstudaginn 21. október er haustfrí í Grunnskóla Fjallabyggðar. Af þeim sökum breytist aksturstafla skólarútunnar og verður sem hér segir [meira...] Hefðbundinn akstur verður á skólarútunni í dag fimmtudaginn 20. október og mánudaginn 24. október vegna kennslu í MTR.
Lesa meira

Fræðsla um kvíða og áföll hjá börnum og unglingum

Miðvikudaginn 12. október kl. 19:30 býður Grunnskóli Fjallabyggðar upp á fræðslu og spjall um kvíða og áföll í lífi barna og unglinga. María Hensley skólasálfræðingur og Jón Baldvin Hannesson frá RKÍ fjalla um málefnið og í framhaldinu verða umræður og spjall yfir kaffibolla. Fræðslan fer fram í skólahúsinu við Tjarnarstíg í Ólafsfirði.
Lesa meira