Grunnskóli


Skóladagatal Fræðslustefna  Stefnur og áætlanir  Heimasíða Gjaldskrá 2022

Grunnskóli Fjallabyggðar er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6-16 ára sem eiga lögheimili í Fjallabyggð.

Grunnskólar starfa eftir lögum um grunnskóla, nú frá árinu 2008 og reglugerðum sem þeim fylgja. 

Nýr grunnskóli í Fjallabyggð tók til starfa 1. ágúst 2010 og leysti af hólmi Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar.

Við skólann eru tvær starfsstöðvar:
Á Siglufirði er 1. - 5. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100.
Í Ólafsfirði er 6. - 10. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100.

Sími skólahússins á Siglufirði er 464 9150 og í Ólafsfirði 464 9220

Frekari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu skólans.

Fréttir

VORHÁTÍÐ Grunnskóla Fjallabyggðar

Fimmtudaginn 5. maí kl. 17:30 verður Vorhátíð 1.-7. bekkjar haldin í Tjarnarborg í Ólafsfirði.
Lesa meira

Akstur skólarútu í páskafríi 2022

Páskafrí hefst í Grunnskóla Fjallabyggðar að loknum skóladegi föstudaginn 8. apríl. Fyrsti skóladagur eftir páska er þriðjudaginn 19. apríl nk.
Lesa meira

Stíll hönnunarkeppni - Fulltrúar Neons hnepptu verðlaun fyrir bestu möppuna

Stíll hönnunarkeppni Samfés fór fram í Lindaskóla Kópavogi. Þemað í ár var Geimurinn. Félagsmiðstöðin Neon tók þátt í keppninni og voru fulltrúar Neons þær Þórný Harpa R. Heimisdóttir, Sandra Rós Bryndísardóttir, Laufey Petra Þorgeirsdóttir og Margrét Sigurðardóttir sem var model hópsins og sýndi kjólinn í keppninni. Þeim til ráðgjafar og halds og trausts var Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir.
Lesa meira

Grunnskóli Fjallabyggðar sigraði Fjármálaleika árið 2022

Grunnskóli Fjallabyggðar sigraði Fjármálaleika árið 2022. Um 800 nemendur í 32 grunnskólum víðsvegar á landinu tóku þátt, en mikil keppni var um efstu sætin.
Lesa meira

Skólaakstur í vetrarfríi 4. mars

Akstur skólarútu verður með breyttu sniði föstudaginn 4. mars vegna vetrarfrís grunnskólans og miðannaviku í MTR.
Lesa meira