Grunnskóli Fjallabyggðar


Skóladagatal Fræðslustefna  Stefnur og áætlanir  Heimasíða Gjaldskrá 2023 Matseðill 

Grunnskóli Fjallabyggðar er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6-16 ára sem eiga lögheimili í Fjallabyggð.

Grunnskólar starfa eftir lögum um grunnskóla, nú frá árinu 2008 og reglugerðum sem þeim fylgja. 

Grunnskóli Fjallabyggðar tók til starfa 1. ágúst 2010 og leysti af hólmi Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar.

Við skólann eru tvær starfsstöðvar:
Á Siglufirði er 1. - 5. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100.
Í Ólafsfirði er 6. - 10. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100.

Sími skólahússins á Siglufirði er 464 9150 og í Ólafsfirði 464 9220

Fréttir

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir. Vegna forfalla er staða þroskaþjálfa við Grunnskóla Fjallabyggðar laus tímabundið.
Lesa meira

Akstur skólarútu föstudaginn 1. september

Föstudaginn 1. september er akstur skólarútu með breyttu sniði vegna skipulagsdags grunnskólans og engin staðkennsla verður í MTR. Skólarútan keyrir á eftirfarnadi tímum:
Lesa meira

Skólaakstur veturinn 2023-2024

Ný akstursáætlun skólarútu tekur gildi mánudaginn 21. ágúst. Almennir farþegar eru velkomnir í skólarútu ef sæti eru laus en nemendur grunnskóla, menntaskóla og starfsfólk sveitarfélagsins ganga fyrir sætum, í þessari röð.
Lesa meira

Nýr skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar

Ása Björk Stefánsdóttir hefur verið ráðin í stöðu skólastjóra frá 1. ágúst nk. Fjallabyggð býður Ásu Björk velkomna til starfa og þakkar Erlu Gunnlaugsdóttur fráfarandi skólastjóra vel unnin störf.
Lesa meira

Frístundaakstur sumarið 2023

Frá og með 5. júní tekur við frístundaakstur milli byggðarkjarnanna. Rútan fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði og Vallarhúsinu Ólafsfirði.
Lesa meira