Félagsmiðstöðvar

Félagsmiðstöðin í Fjallabyggð heitir Neon.

Deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála hefur yfirumsjón með starfi hennar en að jafnaði eru starfsmenn sem sjá um daglegt starf. 

Markmið félagsmiðstöðvarinnar er að bjóða börnum og unglingum í Fjallabyggð upp á tómstundir og félagslegt umhverfi á sínum eigin forsendum.

Félagsmiðstöðin er staðsett að Lækjargötu 8 Siglufirði.

Að jafnaði er opið 2 kvöld í viku fyrir 8.-10. bekkinga.

Fréttir

Söngkeppni Samfés 2021 fer fram sunnudaginn 9. maí nk.

Sönkeppni Samfés 2021 fer fram sunnudaginn 9. maí nk. kl. 15.00 í beinni útsendingu á Rúv frá Bíóhöllinni á Akranesi. Keppandi Neon, Helena Reykjalín Jónsdóttir er önnur á svið með lagið Creep.
Lesa meira

Helena Reykjalín Jónsdóttir og Neon áfram í úrslit Samfés

Undankeppni Söngkeppni Samfés, NorðurOrg, var haldin með rafrænum hætti miðvikudagskvöldið 21. apríl sl. Helena Reykjalín Jónsdóttir tók þátt fyrir hönd Neons og komst hún áfram með lagið Creep með hljómsveitinni Radiohead. Hún mun því flytja lagið að nýju í úrslitum Söngkeppnis Samfés sunnudaginn 9. maí í Bíóhöllinni Akranesi.
Lesa meira