Bæjarráð Fjallabyggðar

801. fundur 25. ágúst 2023 kl. 08:15 - 09:46 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varamaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Samningur um talmeinaþjónustu 2023-2024

Málsnúmer 2308027Vakta málsnúmer

Gildandi samningur um talmeinaþjónustu í Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar rennur út 31. ágúst 2023. Deildarstjóri óskar eftir að fá heimild til endurnýjunar samnings á sama grunni. Samningsupphæðir eru vísitöluhækkaðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

2.Þjóðvegur í þéttbýli, Ólafsfirði, 1 áfangi

Málsnúmer 2306021Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í 1. áfanga vegna gerðar göngu og hjólastígar við þjóðveg í þéttbýli í gegnum Ólafsfjörð. Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason 47.175.820
Smári ehf 36.057.530
Kostnaðaráætlun 43.800.000
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Smára ehf. kr. 36.0579.530,-

3.Bryggja í Hornbrekkubót

Málsnúmer 2008042Vakta málsnúmer

Á 796. fundi bæjarráðs var deildarstjóra tæknideildar veitt heimild til að gera skriflega verðkönnun vegna uppsetningar á bryggju við Hornbrekkubót. Framkvæmdin er á framkvæmdaáætlun og hefur Fjallabyggð þegar keypt allt efni sem þarf til verksins. Tilboð voru opnuð í Ólafsfirði þriðjudaginn 18 júlí, þar sem bæjarráð hafnaði framkomnu tilboði. Deildarstjóra tæknideildar falið að ræða við tilboðsgjafa og aðra verktaka, ef þarf, um að taka að sér verkefnið. Eftir frekari viðræður við tilboðsgjafa gerði hann tilboð í uppsetningu á bryggjunni í tímavinnu.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um að semja við verktaka í tímavinnu, en ítrekar að deildarstjóri fylgist vel með framgangi verksins og það sé í samræmi við áætlaðan kostnað við verkið.

4.Upplýsingapóstur frá Innviðaráðuneytinu 2023

Málsnúmer 2303075Vakta málsnúmer

Lagður fram dreifipóstur frá Innviðaráðuneytinu varðandi þingsályktun á málefnasviði sveitarfélaga og frumvarp um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs. Stefnt að því að mæla fyrir málunum tveimur ásamt þingsályktun í samgöngum á fyrstu dögum þingsins uppúr miðjum september.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að fylgjast vel með framgangi málanna og upplýsa bæjarráð um stöðu þeirra á hverjum tíma.

5.Samráðsgátt Stjórnvalda 2023

Málsnúmer 2308033Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið vekur athygli á að hvítbók um húsnæðismál er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Hægt er að senda inn umsögn eða ábendingar til og með 4. september nk.
Einnig er vakin athygli á Húsnæðisþingi 2023 sem haldið verður miðvikudaginn 30. ágúst nk.
Að lokum kynnir Innviðaráðuneytið til samráðs mál nr. 151/2023 - „Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga“.

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að koma sjónarmiðum Fjallabyggðar á framfæri í umsögn um málið.

6.Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands 2023

Málsnúmer 2308034Vakta málsnúmer

Aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ verður haldinn á Berjaya Reykjavík Natura Hótel föstudaginn 6. október næstkomandi kl. 10.30. Kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna mun verða sent fundarboð á næstu dögum.

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 129

Málsnúmer 2308003FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu-, og frístundanefndar er í fimm liðum.
Til afgreiðslu er fimmti liður fundarins.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 129 Lagðar fram upplýsingar frá forstöðumanni íþróttamiðstöðva um aðsóknartölur í sundlaugar Fjallabyggðar í apríl og maí 2023. Fyrir liggur tillaga forstöðumanns að opnunartíma sundlauga fyrir veturinn 2023-2024. Tillagan gerir ráð fyrir jafnri opnun í báðum sundlaugum, alla virka dag til kl. 19:45, stytting opnunartíma sundlaugar á Siglufirði hefur ekki áhrif á nýtingu íþróttahúss.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tillögu forstöðumanns til reynslu í þrjá mánuði og óskar eftir að haldið verði utan um aðsóknartölur þennan tíma.
    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir ofangreinda afgreiðslu fræðslu- og frístundanefndar með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:46.