Bæjarráð Fjallabyggðar

799. fundur 11. ágúst 2023 kl. 08:15 - 09:32 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Launayfirlit tímabils - 2023

Málsnúmer 2302008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað og kostnað vegna langtímaveikinda frá janúar til júlí 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

2.Rekstraryfirlit málaflokka 2023

Málsnúmer 2305068Vakta málsnúmer

Lagt fyrir rekstraryfirlit málaflokka fyrir janúar-júlí 2023 ásamt rekstraryfirliti málaflokka fyrir annan ársfjórðung 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

3.Staðgreiðsla tímabils - 2023

Málsnúmer 2302007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir júní 2023. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 118.008.374,- eða 94,08% af tímabilsáætlun 2023. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 40 á árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

4.Staða framkvæmda og viðhalds 2023

Málsnúmer 2303024Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar lagði fram og fór yfir bókfærða stöðu áfallins viðhaldskostnaðar á árinu ásamt stöðu framkvæmda.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir yfirferð. Búið er að nota um 50% af því fjármagni sem ætlað var til fjárfestinga á árinu 2023.

5.Þjóðvegur í þéttbýli, Ólafsfirði, 1 áfangi

Málsnúmer 2306021Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð á framkvæmdum við göngu og hjólastíg meðfram þjóðvegi í þéttbýli, í gegnum Ólafsfjörð.
Samþykkt
Bæjarráð veitir deildarstjóra tæknideildar heimild til þess að bjóða út í lokuðu útboðði 1. áfanga þjóðvegar í þéttbýli í Ólafsfirði.
Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið:
Árni Helgason ehf., Smári ehf., LFS ehf., Bás ehf. og Sölvi Sölvason.

6.Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað

Málsnúmer 2308001Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni vegna umsóknar Sunnu ehf. um leyfi til að selja áfengi á framleiðslustað að Vetrarbraut 8-10.
Samþykkt
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.

7.Saga KS - Menningarverkefni

Málsnúmer 2308012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Guðmundar S. Jónssonar og meðfylgjandi greinargerð um verkefni sem snýr að því að koma sem mestu af sögu Knattspyrnufélags Siglufjarðar á stafrænt form. Óskað er eftir stuðningi Fjallabyggðar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með forsvarsmanni verkefnisins og afla nánari upplýsinga samkvæmt umræðum á fundi bæjarráðs.

8.Aðkoma og bílastæði við Hlíðarveg 1c, 3c og 7c.

Málsnúmer 2308010Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Kristínar Guðbrandsdóttur og Ásu Bjarkar Stefánsdóttur. Málefnið var aðkoma að Hlíðarvegi 1c, 3c og 7c. Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til þess að bæta aðkomu og bílastæði við húsin.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar íbúum fyrir erindið og felur tæknideild að skila greinargerð um hvaða leiðir séu í boði til þess að bæta aðgengi að húsunum sem um ræðir ásamt því að skoða mögulega kosti vegna bílastæða.

9.Grænbók um skipulagsmál

Málsnúmer 2308013Vakta málsnúmer

Grænbók stjórnvalda um skipulagsmál lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:32.