Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

89. fundur 06. október 2022 kl. 17:00 - 18:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, D lista
  • Ægir Bergsson formaður, A lista
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Haustfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð 2022

Málsnúmer 2210008Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi kynnir drög að dagská fyrir haustfund ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir drög að auglýsingu um haustfund ferðaþjónustu-, menningar- og afþreyingaraðila í Fjallabyggð. Fyrirhugað er að fundurinn verði haldinn í Tjarnarborg í lok október eða byrjun nóvember. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að ljúka við gerð dagskrár og auglýsa fundinn.

2.Styrkveitingar Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2209057Vakta málsnúmer

Farið yfir þá styrkflokka sem heyra undir markaðs- og menningarnefnd og auglýsingu eftir styrkumsóknum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir drög að auglýsingu um umsóknir um styrki til menningarverkefna, hátíðarhalda og reksturs safna og setra. Nefndin leggur til að við úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna verði horft til nýsköpunar og menningarverkefna tengdum börnum sem framkvæmd eru yfir sumartímann. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að ljúka við gerð auglýsingar og birta sem fyrst.

3.Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2210009Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að auglýsingu eftir tilnefningum til bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2023.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir drög að auglýsingu eftir tilnefningum til bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2023. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að birta auglýsinguna.

Fundi slitið - kl. 18:30.