Bæjarstjórn Fjallabyggðar

218. fundur 15. júlí 2022 kl. 16:00 - 16:35 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
 • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi, A lista
 • Áslaug Inga Barðadóttir varabæjarfulltrúi, A lista
 • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
 • Jakob Kárason varabæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
 • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Forseti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu.

Samþykkt með 7 atkvæðum að flytja dagskrárlið nr. 7 á útsendri dagskrár nr. 1 á dagskrá fundarins.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 748. fundur - 27. júní 2022.

Málsnúmer 2206017FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 16 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 12 og 14.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 1.1 2205041 Slökkvilið Fjallabyggðar - bifreiðakaup
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 748. fundur - 27. júní 2022. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr.12/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 3.707.000.- og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagðan viðauka nr.12 við fjárhagsáætlun 2022 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
 • 1.2 2206067 Samningur um lögfræðiþjónustu
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 748. fundur - 27. júní 2022. Bæjarráð samþykkir drögin þó með þeim fyrirvara að samningurinn gildi um almenna þjónustu vegna daglegs rekstrar.

  Sveitarfélagið vill áfram geta áskilið sér rétt til þess að leita annað með álit ef þurfa þykir.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning við Pacta lögmenn um lögfræðiþjónustu fyrir Fjallabyggð með 7 atkvæðum.
 • 1.12 2206070 Sápuboltinn Ólafsfirði
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 748. fundur - 27. júní 2022. Bæjarráð samþykkir að styrkja Sápuboltann með afnotum af Tjarnarborg. Styrkurinn afmarkast við leiguafnot, annan kostnað verða forsvarsmenn Sápuboltans að bera.

  Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningamála er falið að útfæra í samráði við forsvarsfólks Sápuboltans.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 1.14 2206072 Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - ársreikningur 2021
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 748. fundur - 27. júní 2022. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum að þróun rekstrarreiknings sveitarfélagsins. Ljóst er að við fjárhagsáætlunargerð næstu ára þarf að taka tillit til ábendinga Eftirlitsnefndarinnar.
  Vísar bæjarráð ábendingunum til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs og gerð þriggja ára áætlunar.
  Bókun fundar Til máls tók Guðjón M. Ólafsson.

  Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2023 og til gerðar þriggja ára fjárhagsáætlunar.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 749. fundur - 4. júlí 2022.

Málsnúmer 2206018FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 13 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 4 og 5.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 2.1 2202047 Viðauki við fjárhagsáætlun 2022
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 749. fundur - 4. júlí 2022. Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til lokaafgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagðan viðauka nr.13 við fjárhagsáætlun 2022 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
 • 2.2 2206048 Jarðvegsrannsóknir á lausum lóðum í Fjallabyggð
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 749. fundur - 4. júlí 2022. Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið.

  Bæjarráð samþykkir tillöguna en vill jafnframt að bætt verði við rannsóknum á svæðinu í kringum hús eldri borgara í Ólafsfirði (merkt sem Hrannarbyggð 2 í kortasjá sveitarfélagsins).
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 2.4 2201005 Heimild til útboðs
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 749. fundur - 4. júlí 2022. Bæjarráð samþykkir ósk um heimild til útboðs fyrrgreindra verkefna. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 2.5 2206086 Heimild til sölu áfengis í smásölu
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 749. fundur - 4. júlí 2022. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 750. fundur - 11. júlí 2022.

Málsnúmer 2207002FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 8 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 4, 5, og 7.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 3.4 2207013 Ósk um að loka götu tímabundið
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 750. fundur - 11. júlí 2022. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 3.5 2207008 Erindi vegna lokunar á götu
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 750. fundur - 11. júlí 2022. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti þó með því skilyrði að umferð vegna atvinnurekstrar á svæðinu verði heimil.

  Lokun skal gerð í samráði við starfsmenn hafnarskrifstofu.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 3.7 2207014 Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 750. fundur - 11. júlí 2022. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fyrirvara um að efnisatriði umsóknar séu uppfyllt og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum jákvæða umsögn vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 751. fundur - 13. júlí 2022.

Málsnúmer 2207003FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 1 liðum sem er sérdagskrárliður nr. 1 á fundi þessum.

Enginn tók til máls.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 6. júlí 2022.

Málsnúmer 2207001FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 18 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, 6, 7, 8, 13, 14, og 15.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Undir lið nr. 1 tóku til máls Helgi Jóhannsson og Guðjón M. Ólafsson.
 • 5.3 2206058 Bakkavörn við veiðihúsið á Sandvöllum við Héðinsfjarðarvatn
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 6. júlí 2022. Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að skriflegt samþykki landeigenda, þeirra jarða sem vélar og tæki þurfa að fara um, liggi fyrir. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 5.4 2107019 Deiliskipulag - Leirutangi
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 6. júlí 2022. Nefndin gerir eftirfarandi athugasemdir við tillöguna;

  Skilgreina þarf hæð á jarðvegsmönum að lágmarki 3 metrar.

  Í kafla 4.2.2: Við 2. málsgrein bætist: Lóðarhöfum Egilstanga 1 er skylt að reisa jarðvegsmanir meðfram norður- og vesturlóðamörkum Egilstanga 1 og gróðurbelti við suðurlóðamörk Egilstanga 1 og 5. Tilgangur gróðurbeltisins er að mynda náttúrulega mön við lóðamörk að sunnanverðu.
  Gróður gerð skal ákveðin af sveitarfélagi og lóðarhöfum.
  Gera þarf sömu breytingu á kafla. 4.2.6 varðandi jarðvegsmanir.
  Skilgreining á frágangi breytist ekki.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 5.6 2207002 Umsókn um leyfi fyrir lagningu ljósleiðara
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 6. júlí 2022. Erindi samþykkt og vísað til bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum erindið.
 • 5.7 2207003 Umsókn um stöðuleyfi
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 6. júlí 2022. Stöðuleyfi samþykkt. Tæknideild falið að útbúa lóðarleigusamning og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 5.8 2206082 Umsókn um byggingarleyfi - Túngata 37
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 6. júlí 2022. Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að grenndarkynna fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að tæknideild verði falið að grenndarkynna fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.
 • 5.13 2206053 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hvanneyrarbraut 61
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 6. júlí 2022. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 5.14 2206090 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Laugarvegur 27
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 6. júlí 2022. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 5.15 2207004 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Vesturgata 7
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 6. júlí 2022. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

6.Stjórn Hornbrekku - 34. fundur - 13. júlí 2022.

Málsnúmer 2207005FVakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Hornbrekku er í 1 liðum.

Til afgreiðslu er liður 1.
 • Stjórn Hornbrekku - 34. fundur - 13. júlí 2022. Halldór S. Guðmundsson, ráðgjafi verkefnisins, var gestur fundarins.

  Deildarstjóri félagsmáladeildar Hjörtur Hjartarson og Halldór S. Guðmundsson (HSG) fóru yfir núverandi stöðu og framvinduna í þróunar- og nýsköpunarverkefninu um sveigjanlega dagþjálfun og þjónustu við eldra fólk í Fjallabyggð. Jafnframt kynntu þeir tillögur varðandi næstu skref og áherslur í áframhaldandi vinnu og samvinnugerð við SÍ vegna þróunarverkefnisins.
  Stjórn Hornbrekku samþykkir að leggja til við bæjarstjórn Fjallabyggðar að deildarstjóra félagsmáladeildar og HSG verði falið að vinna áfram að samningagerð við SÍ. Þegar væntanleg drög að samningi liggja fyrir verði þau kynnt og lögð fyrir bæjarráð Fjallabyggðar til afgreiðslu.
  Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

  Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu stjórnar Hornbrekku.

7.Ráðning bæjarstjóra

Málsnúmer 2205077Vakta málsnúmer

Á 751. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að Sigríður Ingvarsdóttir yrði ráðin í stöðu bæjarstjóra Fjallabyggðar.

Lagður fram ráðningasamningur fyrir Sigríði Ingvarsdóttur.
Forseti bæjarstjórnar S. Guðrún Hauksdóttir leggur fram tillögu bæjarráðs til samþykktar.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum og felur forseta bæjarstjórnar að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.

Til máls tók Sigríður Ingvarsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar lagði einnig fram tillögu um prófkúruumboð til bæjarstjóra. Tillagan samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

8.Sumarleyfi bæjarstjórnar

Málsnúmer 2207017Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga var borin upp af forseta:

„Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir að fella niður fund bæjarstjórnar Fjallabyggðar í ágúst 2022. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarfrí verður miðvikudaginn 14. september 2022. Bæjarstjórn felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála á þessum tíma í samræmi við 32. grein samþykktar um stjórn Fjallabyggðar."
Tillaga að sumarleyfi samþykkt með 7 atkvæðum bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 16:35.