Bæjarráð Fjallabyggðar

751. fundur 13. júlí 2022 kl. 12:15 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Ráðning bæjarstjóra

Málsnúmer 2205077Vakta málsnúmer

Staða bæjarstjóra hjá Fjallabyggð var auglýst til umsóknar í júní 2022. Alls bárust 22 umsóknir um starfið en átta umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Hagvangur veitti ráðgjöf við ráðningarferlið og fyrir liggur minnisblað ráðgjafa dags. 11. júlí 2022 þar sem lagt er til að Sigríður Ingvarsdóttir verði ráðinn í stöðuna.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ráða Sigríði Ingvarsdóttur í starf bæjarstjóra Fjallabyggðar.

Fundi slitið - kl. 13:00.