Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

137. fundur 01. apríl 2022 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Hólmar Hákon Óðinsson aðalmaður, I lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður I lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir varamaður, D lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Flóttafólk frá Úkraínu

Málsnúmer 2203024Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi verklag við móttöku flóttafólks á Íslandi og hvernig sveitarfélagið getur staðið að móttöku flóttafólks.

2.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 2203036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Stafræn fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 2106044Vakta málsnúmer

Í undirbúningi er innleiðing á rafrænu umsóknarferli fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga. Verkefnið er unnið í samvinnu við Samband sveitarfélaga og félagsþjónustu sveitarfélaga og fellur undir samvinnuverkefni sveitarfélaga í stafrænni þróun inn á Ísland.is, þar sem tæknilegir innviðir Ísland.is eru nýttir.

4.Samvinna eftir skilnað (SES)

Málsnúmer 2202008Vakta málsnúmer

Félagsþjónustan er þátttakandi í innleiðingu á nýju vinnulagi varðandi skilnaðarráðgjöf. Markmiðið er að efla ráðgjöf með áherslu á skilnaðarmál, forsjár- og umgengnismál sem ætlað er að hjálpa foreldrum við að takast á við breytingar og áskoranir sem algengar eru í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita.

Fundi slitið - kl. 13:00.