Bæjarráð Fjallabyggðar

698. fundur 01. júní 2021 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Tillaga um að frír sundmiði fylgi gistinótt á tjaldsvæði Fjallabyggðar í Ólafsfirði

Málsnúmer 2105069Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags.26.05.2021 þar sem lagt er til að þar til tekist hefur að bæta aðstöðu á tjaldsvæði Fjallabyggðar í Ólafsfirði fyrir tjaldsvæðagesti verði fyrirkomulag sem gilti sumarið 2020 framlengt. Með hverri gistinótt muni fylgja einn sundmiði pr. gest þar til nýtt þjónustuhús er risið. Mikil ánægja var með þessa lausn síðasta sumar. Með því móti er komið til móts við gesti vegna aðstöðuleysis (sturtuleysis) og er til þess fallið að laða fjölskyldufólk að tjaldstæðinu.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að sundmiði fylgi hverri gistinótt fyrir tjaldsvæðagesti á tjaldsvæði Fjallabyggðar í Ólafsfirði.

2.Möguleg stofnun björgunarmiðstöðvar Landhelgisgæslu Íslands í Fjallabyggð

Málsnúmer 2105041Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf dómsmálaráðherra, dags. 27.05.2021 við erindi sveitarfélagsins, dags. 18.05.2021 er varðaði mögulega stofnun björgunarmiðstöðvar sjófarenda og loftfara Landhelgisgæslunnar í Fjallabyggð. Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að málefni Landhelgisgæslunnar eru í stöðugri endurskoðun. Að svo stöddu hafa engar ákvarðanir verið teknar um breytingar á framtíðarstaðsetningu starfseininga stofnunarinnar eða stofnun nýrra starfseininga. Dómsmálaráðuneytið þakkar Fjallabyggð fyrir erindið.
Erindi svarað
Bæjarráð þakkar svarið en vill árétta vilja sveitarfélagsins til viðræðna við ráðuneytið komi til breytinga á framtíðarstaðsetningu starfseininga Landhelgisgæslunnar eða stofnun nýrra.

3.Greining á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar Covid-19

Málsnúmer 2005100Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur A- hluta Fjallabyggðar fyrir tímabilið janúar til apríl 2021 sem skilað var til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis samkvæmt erindi sem lagt var fram á 693. fundi bæjarráðs þann 27. apríl sl.
Lagt fram

4.Gangstéttar - útboð 2021-2022.

Málsnúmer 2104062Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar frá maí 2021, listi yfir gangstéttaviðgerðir sem áformað er að vinna í í sumar. Listinn er með þeim hætti að ástand steyptra gangstétta var metið í þrjá forgangsflokka þar sem fyrsti flokkur á við um stéttar sem eru svo illa farnar að af þeim er talin stafa slysahætta. Í sumar er áætlað að samtals verði endursteyptir rúmlega 1.600m² af stéttum á Siglufirði sem allar teljast til fyrsta forgangs. Þar má nefna gangstéttir við Hvanneyrarbraut, Hólaveg og Hlíðarveg, samtals rúmlega 1.000m². Í Ólafsfirði verða endursteyptir rúmlega 400 m2 af stéttum við Ólafsveg og Ægisgötu. Þar sem nú stendur yfir vinna við deiliskipulag á þjóðveginum í gegn um Ólafsfjörð, þ.e. Aðalgötu og aðliggjandi svæði, verður ekki farið í endurnýjun gangstétta þar fyrr en næsta sumar. Umfang þeirrar endurnýjunar er nálægt 1.700m² af gangstéttum.
Lagt fram

5.Umsókn tímabundið áfengisleyfi - Sjómannafélag Ólafsfjarðar

Málsnúmer 2105071Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 26.05.2021 er varðar umsókn Sjómannafélags Ólafsfjarðar kt 610183-0269, Brekkugata 9, um tímabundið áfengisleyfi samkvæmt 17. gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 85/2007 og 32. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 vegna Sjómannadagshátíðar og kvöldverðaskemmtunar í íþróttahúsinu í Ólafsfirði.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2105068Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

7.Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis.

Málsnúmer 2104061Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 15. stöðuskýrsla Teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 frá 28.05.2021.
Lagt fram

8.Íþróttamiðstöð Siglufirði, aðstaða fyrir fatlaða

Málsnúmer 2102072Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. verkfundar vegna verksins „Íþróttamiðstöð Siglufirði, aðstaða fyrir fatlaða“ frá 11. maí sl.
Lagt fram

9.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 5. fundar Öldungaráðs Fjallabyggðar frá 12. maí sl. og 132. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 18. maí sl.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 09:00.