Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

57. fundur 10. ágúst 2018 kl. 12:15 - 12:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Gauti Már Rúnarsson aðalmaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Þorgeir Bjarnason varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Staða skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1807056Vakta málsnúmer

Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar sat undir þessum lið.

Lagðar fram umsóknir umsækjenda um starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Eftirtaldir sóttu um starfið:

Erla Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri sérkennslu.
Helena H. Aspelund, kennari.
Róbert Grétar Gunnarsson, starfsmaður Eimskips.

Allir aðilar voru metnir hæfir og voru öll boðuð í viðtal.

Bæjarstjóri og deildarstjóri félagsmáladeilar tóku starfsviðtöl við umsækjendur. Deilarstjóri félagsmáladeildar lagði fram tillögu um að Erla Gunnlaugsdóttir verði ráðin í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að farið verði að tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar.

Fundi slitið - kl. 12:45.