Samþætting á skóla og frístundastarfi

Málsnúmer 1708013

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14.08.2017

Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar Jónína Magnúsdóttir og Sigurlaug Guðjónsdóttir fulltrúi kennara sátu undir þessum lið.

Farið yfir tillögu starfshóps um samþættingu á skóla- og frístundastarfi. Að loknum skóladegi 1.-4.bekkjar tekur við skipulagt starf sem er samstarfsverkefni Fjallabyggðar, Tónlistarskólans á Tröllaskaga og íþróttafélaga. Fjögur íþróttafélög hafa ákveðið að taka þátt í Frístund. Það eru KF, TBS, Glói og BF. Skipulag Frístundar verður kynnt foreldrum á næstu dögum og skráning mun fara fram í vikunni.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 05.12.2017

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir hugmyndir að viðfangsefnum í Frístund eftir áramót. Kynningarefni verður sent til foreldra í næstu viku og skráning í Frístund fer fram fyrir jólafrí grunnskólans. Einnig voru lagðar fram tölulegar upplýsingar um þátttöku nemenda í Frístund.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 08.01.2018

Undir þessum lið sátu Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Erla Gunnlaugsdóttir fulltrúi kennara.
Farið var yfir skipulag Frístundar, samþætt skóla og frístundastarf nemenda í 1.-4.bekk. Í desember skráðu foreldrar börn sín á ný í Frístund. Dæmi eru um ný viðfangsefni eins og leikræna tjáningu, skák, spil og borðspil og slagverkshóp. Flest eru 62 börn skráð í Frístund sem er 69% nemenda í 1.-4.bekk. Starfið fer vel af stað á nýju ári.