Eftirfylgni með ráðstefnu um ferðamál

Málsnúmer 1706057

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 33. fundur - 28.06.2017

Markaðs- og menningarnefnd óskar eftir að Linda Lea Bogadóttir, markaðs- og menningarfulltrúi kalli eftir þeim erindum sem haldin voru á ráðstefnunni og geri þau aðgengileg á vef Fjallabyggðar.

Stefnt er að því að halda stöðufund með ferðaþjónustuaðilum í Fjallabyggð í fyrstu viku septembermánaðar 2017.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 34. fundur - 30.08.2017

Á 33.fundi Markaðs- og menningarnefndar þann 28.júní s.l. var stefnt að því að halda stöðufund með ferðaþjónustuaðilum í Fjallabyggð í fyrstu viku septembermánaðar. Stefnt að því að þessi fundur verði haldinn miðvikudaginn 20. september. Lindu Leu Bogadóttur markaðs- og menningarfulltrúa falið að undirbúa og boða fundinn.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 20.09.2017

Á 33.fundi Markaðs- og menningarnefndar þann 28.júní s.l. var bókað að stefnt skyldi að stöðufundi með ferðaþjónustuaðilum í Fjallabyggð í september.

Ferðaþjónustuaðilar í Fjallabyggð voru boðnir á þennan stöðufund. Alls mættu 14 fulltrúar ferðaþjónustuaðila á fundinn.

Formaður nefndarinnar bauð gesti velkomna og kynnti tilgang fundarins sem hugsaður var sem stuðningur við þá aðila sem stunda ferðaþjónstu í sveitarfélaginu.

Umræða varð um hvað er í boði fyrir ferðamenn í Fjallabyggð og hvað má betur fara í aðstæðum fyrir ferðamenn og þjónustu við þá.

Unnið verður úr umræðupunktum og framkomnum athugasemdum og hugmyndum m.a. í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 17.10.2017

Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir athugasemdir og áhersluatriði sem fram komu á stöðufundi markaðs- og menningarnefndar með fulltrúum ferðaþjónustuaðila frá 20.september s.l. Nefndin felur markaðs- og menningarfulltrúa að flokka enn frekar og kostnaðargreina þá þætti sem lúta að sveitarfélaginu.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 13.11.2017

Umræða varð um áherslupunkta frá stöðufundi með ferðaþjónustuaðilum 20. september s.l. Ákveðið að fresta afgreiðslu til næsta fundar.