Breyting á launaáætlun vegna kjarasamninga

Málsnúmer 1609017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 06.09.2016

Lagður fram til kynningar útreikningur á þeim breytingum sem hafa orðið á launum vegna kjarasamninga 2016.

Við áætlanagerð ársins var því spáð að launabreytingar yrðu um 8%, en samkvæmt útreikningum verða þær um 13%. Um er að ræða tæpar 50 m.kr. í aukinn launakostnað bæjarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að vísa frekari umfjöllun um breytingu á launaáætlun til næsta fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16.09.2016

Á 464. fundi bæjarráðs, 6. september 2016, var lagður fram til kynningar útreikningur á þeim breytingum sem hafa orðið á launum vegna kjarasamninga 2016.
Bæjarráð samþykkti að vísa breytingu á launaáætlun til frekari umfjöllun til næsta fundar.

Lagður fram útreikningur á breytingum vegna kjarasamninga og einnig annarra breytinga.

Bæjarráð samþykkir að vísa breytinum á launaáætlun til umræðu á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 04.10.2016

Lögð fram launagögn og samanburður vegna launaáætlunar 2016.

Bæjarráð frestar afgreiðslu þessa dagskrárliðar til næsta fundar og óskar eftir að skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og deildarstjóri félagsmála komi á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11.10.2016

Á 468. fundi bæjarráðs, 4. október 2016 var óskað eftir því í tengslum við breytingu á launaáætlun að skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og deildarstjóri fjölskyldudeildar kæmu á næsta fund bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs komu skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Jónína Magnúsdóttir og deildarstjóri fjölskyldudeildar, Hjörtur Hjartarson.

Bæjarráð samþykkir beiðni skólastjóra GF um aukið starfshlutfall við lengda viðveru nemenda. Bæjarfélagið hefur sótt um framlög vegna þessa stöðugildis til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Reiknað er með svari síðar á þessu ári.

Bæjarráð samþykkir að vísa framkominni tillögu að breytingu á launaáætlun til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2016.