Bæjarráð Fjallabyggðar

499. fundur 09. maí 2017 kl. 08:00 - 08:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Sumarlokun leikskóla í Fjallabyggð

Málsnúmer 1703081Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga bæjarstjóra um lengingu leikskóladvalar í júlí um eina viku á Leikskálum.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.
Fylgiskjöl:

2.Rekstur tjaldsvæða 2017

Málsnúmer 1705013Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningum um rekstur tjaldsvæða í Fjallabyggð. Bæjarráð samþykkir samningana og felur bæjarstjóra að undirrita.

3.Útboð Leikskálar, lóð

Málsnúmer 1704087Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til að bjóða út fyrsta áfanga á endurgerð leikskólalóðar við Leikskála.
Útboðið er lokað og eftirtöldum aðilum er gefinn kostur á að bjóða í verkið.
Árni Helgason ehf
Bás ehf
Magnús Þorgeirsson
Smári ehf
Sölvi Sölvason

Bæjarráð samþykkir beiðnina.

4.Trúnaðarmál - fasteignagjöld

Málsnúmer 1702078Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarbók, undir þessum lið sat Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar.

5.Veituhús á Hafnarbryggju - lóðarleigusamningur

Málsnúmer 1704011Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Lögð fram drög að lóðarleigusamningi ásamt lóðarblaði fyrir veituhús á Bæjarbryggju.
Bæjarráð samþykkir lóðarleigusamninginn fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra tæknideildar að ganga frá eignarskiptasamningi við Rarik.

6.Breytingar á gjaldskrá Vatnsveitu Fjallabyggðar

Málsnúmer 1705024Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Lögð fram tillaga bæjarstjóra að breytingum gjaldskrár vatnsveitu í Fjallabyggð.
Breytingin er í 5.grein gjaldskrárinnar:
Var:
"Árlega skal greiða af öllum fasteignum í sveitarfélaginu sem vatns geta notið."
Verður:
" Árlega skal greiða vatnsgjald af öllum fasteignum í sveitarfélaginu sem tengdar hafa verið vatnsveitu."
Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.Malbikun 2017 útboð/verðkönnun

Málsnúmer 1704017Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í verkefnið 'Malbikun í Fjallabyggð 2017' mánudaginn 08.05.2017.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Hlaðbær Colas 57.047.000
Kraftfag ehf 45.810.000
Malbikun KM 43.355.750
Kostnaðaráætlun 49.870.000
Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

8.Ársfundur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar árið 2017

Málsnúmer 1705007Vakta málsnúmer

Ársfundur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 15. maí nk. kl. 14 í húsnæði miðstöðvarinnar að Þórsstíg 4, Akureyri.
Lagt fram til kynningar.

9.Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2017

Málsnúmer 1705021Vakta málsnúmer

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands verður haldinn þriðjudaginn 16. maí nk. kl. 13-15 á Hótel KEA, Akureyri.
Lagt fram til kynningar.

10.Flugklasinn Air66N - áfangaskýrsla

Málsnúmer 1605055Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Flugklasanum Air 66N, þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins til þess að fjármagna starf verkefnastjóra árin 2018 og 2019. Bæjarráð hafði áður frestað afgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

11.Til umsagnar 375. mál - frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1705003Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 375. mál.
Lagt fram.

12.Frá nefndasviði Alþingis - 436. mál til umsagnar

Málsnúmer 1704091Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, 436. mál.
Lagt fram.

13.Frá nefndasviði Alþingis - 435. mál til umsagnar

Málsnúmer 1704092Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 435. mál.
Lagt fram.

14.Beiðni um umsögn vegna umsóknar Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborg um tækifærisleyfi af tilefni Fjallaskíðamóts

Málsnúmer 1705027Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 5. maí 2017 um umsögn Fjallabyggðar um tækifærisleyfi til skemmtanahalds og sölu áfengis vegna Fjallaskíðamóts SSS í Skíðaskálanum í Skarðsdal 12.-14. maí 2017.
Bæjarráð samþykkir tækifærisleyfið fyrir sitt leyti.

15.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 3. maí 2017, lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:45.