Bæjarstjórn Fjallabyggðar

133. fundur 14. júní 2016 kl. 11:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
.
Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð viðstadda velkomna til fundar.
Allir aðalfulltrúar voru mættir.

1.Forsetakosningar - 2016

Málsnúmer 1605026Vakta málsnúmer

Í bréfi frá Þjóðskrá Íslands dagsett 6. júní 2016, eru upplýsingar og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna vegna forsetakosninga 25. júní 2016. Með bréfinu fylgdu 3 eintök af kjörskrárstofni. Samkvæmt kjörskrárstofni eru 1625 á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði eru 1.002 á kjörskrá og í Ólafsfirði 623.

Bæjarstjórn samþykkir að gera eina breytingu á framlögðum kjörskrárstofni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum svo breytta kjörskrá.
1624 eru á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði eru 1.001 á kjörskrá og í Ólafsfirði 623.

Kjörskrár vegna forsetakosninga þann 25. júní 2016 verða lagðar fram 15. júní n.k. almenningi til sýnis og verða aðgengilegar á auglýstum opnunartíma bæjarskrifstofunnar í Ráðhúsi Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði og bókasafninu að Ólafsvegi 2, Ólafsfirði.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum:
"Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní 2016 í samræmi við 27. gr. kosningalaga."

Fundi slitið.