Bæjarráð Fjallabyggðar

451. fundur 24. júní 2016 kl. 12:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Forsetakosningar - 2016

Málsnúmer 1605026Vakta málsnúmer

Á 133. fundi bæjarstjórnar, 14. júní 2016 samþykkti
bæjarstjórn að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní 2016 í samræmi við 27. gr. kosningalaga.

Í bréfi frá Þjóðskrá Íslands dagsett 21. júní 2016, er ábending um eina leiðréttingu kjörskrár vegna nýs ríkisfangs.


Bæjarráð samþykkir að gera eina breytingu á framlögðum kjörskrárstofni.

1625 eru því á kjörskrá í Fjallabyggð.
Á Siglufirði eru 1.001 á kjörskrá og í Ólafsfirði 624.

Fundi slitið.