Kvikmyndasýningar í Tjarnarborg

Málsnúmer 1410049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 361. fundur - 28.10.2014

Lagt fram bréf frá skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga dags. 17. október 2014, er varðar fyrirhugaðar kvikmyndasýningar í Tjarnarborg.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20.01.2015

Á fund bæjarráðs mætti Skúli Pálsson til að fylgja eftir áskorun sem hann sendi bæjarstjórn um kaup á búnaði til kvikmyndasýninga í Tjarnarborg.

Bæjarráð þakkar Skúla fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til markaðs- og menningarnefndar.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela markaðs- og menningarnefnd að endurskoða og móta framtíðarstefnu fyrir menningarhúsið Tjarnarborg, varðandi tilgang og nýtingu.
Niðurstöðu þarf að leggja fyrir bæjarráð fyrir 1. apríl 2015.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 13. fundur - 05.02.2015

Samþykkt
Á fundi bæjarráðs þann 20. janúar sl. var tekið fyrir erindi frá Skúla Pálssyni þar sem hann skorar á bæjaryfirvöld að kaupa búnað til kvikmyndasýninga í Tjarnarborg. Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til markaðs- og menningarnefndar og jafnframt samþykkti bæjarráð að fela nefndinni að endurskoða og móta framtíðarsýn fyrir menningarhúsið Tjarnarborg varðandi tilgang og nýtingu. Niðurstöðu þarf að leggja fyrir bæjarráð fyrir 1. apríl nk. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að fela formanni nefndarinnar, forstöðumanni Tjarnarborgar og markaðs- og menningarfulltrúa að vinna að því að móta framtíðarsýn fyrir Tjarnarborg og í þeirri vinnu að kalla eftir áliti félagasamtaka, listamanna og stofnanna sem hafa verið að nýta húsið fyrir hina ýmsu viðburði. Hugmyndir Skúla Pálssonar um að koma upp búnaði til kvikmyndasýninga verða teknar til umfjöllunnar í þeirri vinnu.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 9. fundur - 04.11.2015

Fjallað var um kvikmyndasýningar í Menningarhúsinu Tjarnarborg og voru nefndarmenn sammála um að skora á bæjaryfirvöld að hefja sýningar á kvikmyndum einu til tvisvar sinnum í viku.
Rútuferðir til og frá Siglufirði verði samræmdar við sýningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17.11.2015

Lögð fram til kynningar áskorun Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda á bæjarstjórn Fjallabyggðar, um að styðja fjárhagslega við að hægt verði að reka bíóhús og hefja kvikmyndasýningar að nýju í Fjallabyggð.