Hafnarstjórn Fjallabyggðar

37. fundur 28. nóvember 2011 kl. 17:00 - 18:00 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sverrir Sveinsson formaður
  • Gunnar Reynir Kristinsson aðalmaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður
  • Ólafur Haukur Kárason aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Sigurður Helgi Sigurðsson Yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Umhverfisstefna hafna

Málsnúmer 1111070Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að umhverfisstefnu hafna.

Hafnarstjórn samþykkir að leggja drögin fram sem tillögur og felur yfirhafnarverði og hafnarstjóra að fullmóta framlögð drög fyrir næsta fund í hafnarstjórn og er gert ráð fyrir að drögin verði lögð fram á fundi í febrúar.

Samþykkt samhljóða.

2.Fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1109161Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram tillögur sínar í tengslum við fjárhagsáætlun 2012.

Hafnarstjórn fór yfir tillögurnar og samþykkti fjárhagsáætlun fyrir hafnir Fjallabyggðar.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:00.