Húsnæði Aladíns við Ægisgötu 15

Málsnúmer 1110090

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 234. fundur - 01.11.2011

Frístundanefnd beinir þeim tilmælum til bæjarráðs hvort hagkvæmt sé að leysa til sín umrædda eign með þvi að yfirtaka skuldir félagsins.

Bæjarráð telur rétt að kalla eftir skoðun hluthafa og/eða stjórnar Aladíns.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 239. fundur - 06.12.2011

Stjórn Aladíns ehf. óskar í erindi sínu dagsettu 30. nóvember 2011, eftir formlegum viðræðum við bæjaryfirvöld vegna framtíðar Ægisgötu 15, Ólafsfirði svokallaðs vallarhúss.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við stjórn Aladíns ehf.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 07.02.2012

Bæjarfélaginu er boðið umrætt húsnæði, sem staðsett er við knattspyrnuvöllinn í Ólafsfirði, til kaups með yfirtöku skulda.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaupin fari fram og er kaupverð miðað við kr. 10.350.000.-.

Bæjarráð mun miða við núverandi fjárfestingastefnu bæjarfélagsins þrátt fyrir umrædd kaup.