Bæjarráð Fjallabyggðar

239. fundur 06. desember 2011 kl. 16:00 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Húsaleigusamningur um Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar Lækjargötu 16 Siglufirði

Málsnúmer 1112002Vakta málsnúmer

Í tengslum við tillögu um nýtingu á Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem lifandi menningarhúss, þarf að leysa geymsluhúsnæði þeirra sem þar eru.
Fyrir bæjarráði liggja drög að húsaleigusamningi við Karlakór Siglufjarðar um afnot af geymslu í húsnæði sveitarfélagsins að Lækjargötu 16 Siglufirði.
Bæjarráð samþykkir leigusamning og felur bæjarstjóra að undirrita.
Jafnframt er ákvörðun vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2012.

2.Húsnæði Aladíns við Ægisgötu 15

Málsnúmer 1110090Vakta málsnúmer

Stjórn Aladíns ehf. óskar í erindi sínu dagsettu 30. nóvember 2011, eftir formlegum viðræðum við bæjaryfirvöld vegna framtíðar Ægisgötu 15, Ólafsfirði svokallaðs vallarhúss.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við stjórn Aladíns ehf.

3.Umhverfisverkefni á lóð Síldarminjasafnsins árið 2012

Málsnúmer 1111086Vakta málsnúmer

Í erindi stjórnar Síldarminjasafnsins frá 29. nóvember 2011, er óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið um snyrtingu lóðar safnsins eftir framkvæmdir Vegagerðarinnar við Snorragötu.
Hluti af verkefninu tengist frágangi Vegagerðar, sem unnið verður 2012.

Bæjarráð samþykkir að fela tæknideild að taka upp viðræður um verkefnin og kostnaðarreikna.
Ekki er gert ráð fyrir sérstöku framlagi vegna þessa í fjárhagsáætlun 2012.

4.Fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1109161Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögu að fjárhagsáætlun 2012.

Greinargerð með tillögu er svohljóðandi:

00 Skatttekjur
1. Útsvarsprósenta Fjallabyggðar var ákveðin 25.10.2011 og er hún óbreytt frá fyrra ári 14.48%.
2. Fasteignagjöld voru ákveðin 25.10.2011 og eru álagningarstuðlar óbreyttir frá fyrra ári.
3. Jöfnunarsjóður lækkar í heild á milli ára, en gert er ráð fyrir að hann verði 247 m.kr.

Breyting frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 eru þessar;
1. Útsvarstekjur hækka um 6 m.kr. sjá ábendingar frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.
2. Jöfnunarsjóður er hækkaður um 8 m.kr. vegna leiðréttingar á framlagi sjóðsins m.a. vegna lækkunar tekna af fasteingaskatti.
Var 89 m.kr. en verður 95 m.kr.
3. Heildartekjur Fjallabyggðar verða 1.672 m.kr. á árinu 2012.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að afsláttur fasteignaskatts til öryrkja og eldri bæjarbúa verði óbreyttur frá árinu 2011 og að gjalddagar verði átta.

02 Félagsþjónusta
Breyting frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er -3.2 m.kr.;
1. Ákvörðun bæjarráðs frá 29.11.2011 um að húsaleiga íbúðasjóðs fylgi verðlagsbreytingum á árinu og vegna hækkunar á leigustofni um 100 kr/m2 verður til þess að framlag til íbúðasjóðs verður lægra en gert var ráð fyrir í ramma.
2. Heildarútgjöld verða um 96.9 m.kr., en voru á árinu 2011, 98.1 m.kr.

Bæjarráð leggur til að leigustofn hækki um 100 kr/m2 frá og með 1. janúar og að húsaleiga breytist með verðlagsbreytingum.

03 Heilbrigðismál
Óverulegar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011;
1. Heildarútgjöld verða um 5.4 m.kr., en voru á árinu 2011, 5.2 m.kr.

04 Fræðslumál
Breyting frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 2.2 m.kr.;
1. Ákvörðun bæjarráðs frá 29.11.2011 um að endurskoða málaflokkinn í ljósi upplýsinga um að rekstrarkostnaður málaflokksins hækki um 19.2 m.kr., en þar á móti kemur lækkun launa um 8.9 m.kr.
Til að mæta umræddri þjónustu samþykkti bæjarráð neðanritað;
* að matur til leik og grunnskólabarna taki verðlags breytingum í takt við þjónustusamninga.
* að leikskólagjöld taki breytingum í samræmi við verðlagsbreytingar. 
* að ný verðskrá fyrir Tónskóla Fjallabyggðar taki gildi á næsta skólaári.
2. Heildarútgjöld verða um 545,7 m.kr., en voru á árinu 2011, 541.1 m.kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddar breytingar á gjaldskrám taki gildi frá og með 1.03.2012, nema í Tónskóla Fjallabyggðar sem tekur gildi frá og með 1.08.2012.

05 Menningarmál
Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 3.1 m.kr. og eru skýrðar þannig;
1. Ákvörðun bæjarráðs frá 29.11.2011 um að; 
* heimila stöðugildi við héraðsskjalasafnið á árinu 2012. 
* heimila aukin búnaðarkaup í bókasafn og héraðskjalasafn. 
* heimila aukin bókakaup frá fyrra ári. 
* heimila færslu á lið um jólahald yfir í umhverfismál.
2. Heildarútgjöld verða um 58.7 m.kr., en voru á árinu 2011, 56.1 m.kr.

06 Æskulýðs- og íþróttamál
Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 3.1 m.kr. og eru skýrðar þannig;
1. Ákvörðun bæjarráðs um 2,6 m.kr. styrk til Hestamannafélagsins Gnýfara vegna gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda.
2. Ákvörðun bæjarráðs um samning við Golfklúbb Ólafsfjarðar á síðasta ári sem og rekstur fyrir árið 2012 upp á kr. 4,5 m.kr. hafði ekki skilað sér inn í niðurstöðutölur málaflokksins.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði tillögur að frekari sparnaði sem skilaði um 4 m.kr. og eftir stóðu því 0,5 m.kr.
3. Heildarútgjöld verða um 211.6 m.kr., en voru á árinu 2011, 214.1 m.kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar breytist á þann hátt að hækkuð verði stök gjöld, en í stað verði umtalsverð lækkun á árskortum í sund sem mun nýtast íbúum Fjallabyggðar.
Árskort í sund fyrir börn í Fjallabyggð verða því á aðeins kr. 2.000.-.

Breytingarnar eru eftirfarandi:
Sund - fullorðnir                        var        verður
stak.gjald fullorðnir                  400            500
10 miða kort                         3.000         2.000
30 miða kort                         7.500         6.000
Árskort                               20.000       15.000
Hjónakort                           30.000       25.000
Sund - börn 10-15 ára
Stakt gjald                               200            250
10 miða kort                         1.500         1.000
30 miða kort                         3.500         2.000

Árskort                                 8.000          2.000
* Sundföt, handkl. og sturta    400             500
* Eldri borgara og öryrkjar borga barnagjald í sund
Tækjasalur
Stakt gjald                           1.000          1.200
6 mánaða kort                   20.000        25.000
20 sk.kort                                             16.000
Ljósalampi                              800          1.000


07 Brunamál og almannavarnir
Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 1.0 m.kr. og eru skýrðar þannig;
1. Lagt er til að samþykkt verði átak í þjálfun á mannskap fyrir almannavarnir bæjarfélagsins.
2. Heildarútgjöld verða um 34.4 m.kr. en voru á árinu 2011, 32.9 m.kr.

08 Hreinlætismál

Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 2.3 m.kr. og eru skýrðar þannig;
1. Hækkun leigu til eignasjóðs vegna gámasvæðis í Ólafsfirði.
2. Heildarútgjöld verða um 15.4 m.kr.,  en voru á árinu 2011, 12.6 m.kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hundaleyfisgjöld taki breytingum frá og með 1.03.2012 og óskar eftir tillögum frá tæknideild bæjarfélagsins í janúar næstkomandi.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að ganga frá samningi við Íslenska gámafélagið og að hann verði framlengdur á meðan verið er að byggja upp nýja gámamóttökustöð á Siglufirði og endurmeta þjónustuna við íbúa Fjallabyggðar.

09 Skipulags- og byggingarmál
Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er -2.2 m.kr. og eru skýrðar þannig:
1. Minni skipulagsvinna á árinu 2012 en verið hefur.
2. Minni launakostnaður miðað við árið á undan.
3. Heildarútgjöld verða um 39.3 m.kr. en voru á árinu 2011, 48.2 m.kr.

10 Umferðar- og samgöngumál
Óverulegar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.
1. Heildarútgjöld verða um 86.5 m.kr., en voru á árinu 2011, 84.9 m.kr.

11 Umhverfismál
Óverulegar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.

1. Heildarútgjöld verða um 41.7 m.kr., en voru á árinu 2011, 37.3 m.kr.

13 Atvinnumál
Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 2.1 m.kr. og eru skýrðar þannig;
1. Miklar framkvæmdir voru við girðingar á árinu 2011 og verður það ekki endurtekið.
2. Ákvörðun bæjarráðs frá 29.11.2011 um 2.0 m.kr. í atvinnuþróunarverkefni.
3. Heildarútgjöld verða um 13.4 m.kr., en voru á árinu 2011, 12.6 m.kr.

20 Framlög til B-hluta fyrirtækja
Engar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.

21 Sameiginlegur kostnaður
Óverulegar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.
1. Heildarútgjöld verða um 125.0 m.kr., en voru á árinu 2011, 139.3 m.kr.
Lækkun á milli ára skýrist af uppgreiðslu á starfslokasamningum 2011.

22 Lífeyrisskuldbindingar
Engar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.
1. Heildarútgjöld verða um 31.7 m.kr., en voru á árinu 2011, 30.6 m.kr.

27 Óvenjulegir liðir
Engar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011. 

28 Fjármagnsliðir
Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 og eru þessar helstar;
1. Lagt er til við bæjarstjórn að lántökur verði 150 m.kr. á árinu 2012, í stað 185 m.kr.
2. Fjármagnsliðir lækka í útgjaldaramma sem því nemur.
3. Bæjarráð leggur áherslu á að á verið er að greiða niður skuldir um 100 m.kr. og eru því nettó fjármögnunarhreyfingar um 50 m.kr.
4. Heildarfjármögnunargjöld verða um 149.5 m.kr., en voru á árinu 2011, 164.2 m.kr.
Lækkun á milli ára skýrist af lægri vöxtum og niðurgreiðslu lána.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimila lántökur á árinu 2012 að upphæð allt að kr. 150 m.kr.

Eignasjóður
Breyting frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 1.7 m.kr.;
1. Ákvörðun bæjarráðs frá 29.11.2011 um hækkun á leigu og aukningu viðhaldsverkefna.
2. Rekstrarniðurstaða verður um 24.1 m.kr. í tekjur umfram gjöld, en voru á árinu 2011, 15.7 m.kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að í viðhald eignarsjóðs verði varið í allt um 26.5 m.kr. á árinu 2012, en voru í áætlun 2011 um 18.4 m.kr.

Hafnarsjóður
Engar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.
1. Hafnarstjórn tók ákvörðun um framkvæmdir fyrir um 21.3 m.kr. á árinu 2012.
2. Hafnarstjórn lagði áherslu á ákveðin viðhaldsverkefni og voru þau samþykkt.
3. Rekstrarniðurstaða verður jákvæð um 7.7 m.kr., en var á árinu 2011 jákvæð um 8.6 m.kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimila hafnarstjórn að hækka sína gjaldskrá vegna verðlagsbreytinga á árinu 2012, að ósk hafnarstjórnar.

Íbúðasjóður
Óverulegar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.
1. Ákvörðun bæjarráðs frá 29.11.2011 um að húsaleiga fylgi verðlagsbreytingum á árinu og vegna hækkunar á leigustofni um 100 kr/m2 þýðir að framlag málaflokks félagsmála til íbúðasjóðs er lægra en gert var ráð fyrir í ramma.
2. Heildarútgjöld verða um 12.2 m.kr., en voru á árinu 2011, 12.8 m.kr.

Veitustofnun
Breyting frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 7.8 m.kr.;
1. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að í fjárfestingar verði varið 16.0 m.kr. á árinu 2012.
2. Heildarútgjöld verða um 31.6 m.kr., en voru á árinu 2011, 40.2 m.kr.

Sérstök bókun til áréttingar vegna framkvæmda á árinu 2012.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fjárfestingar verði í allt um 295.0 m.kr. á árinu 2012, en voru í áætlun 2011 um 150 m. kr. nettó.

Í tillögu að fjárhagsáætlun 2012 er gert ráð fyrir heildartekjum  að upphæð 1672 milljónir.

Gjöld eru áætluð 1601 milljón, fjármagnsliðir 61 milljón og rekstrarniðurstaða 10 milljónir í tekjur umfram gjöld.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2012 og fjárhagsáætlun 2013 - 2015 til umfjöllunar í bæjarstjórn.

5.Ráðstefna og kvöldverður í boði LEX

Málsnúmer 1111087Vakta málsnúmer

Lögmannsstofan Lex býður 1 -3 fulltrúum Fjallabyggðar til ráðstefnu á sviði orku- og auðlindamála og skipulags- og bygginarmála á Akureyri 13. janúar 2012.
Lagt fram til kynningar.

6.Vaxtakjör útlána af eigin fé

Málsnúmer 1111084Vakta málsnúmer

Lánasjóður sveitarfélaga hefur tekið upp nýjar verklagsreglur við ákvörðun vaxtakjara af útlánum af eigin fé og verða vaxtakjör uppfærð ársfjórðungslega. Frá 1. desember s.l. lækkuðu vextir úr 4,25% í 3,90%.

7.Fundagerðir 153. og 154. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

Málsnúmer 1111083Vakta málsnúmer

Fundagerðir lagðar fram til kynningar.

8.Fundagerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 1. og 22. nóvember 2011

Málsnúmer 1111082Vakta málsnúmer

Fundagerðir lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.