Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

158. fundur 24. júlí 2013 kl. 16:30 - 16:30 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Jónsdóttir formaður
  • Ingvi Óskarsson varamaður
  • Sigríður V. Vigfúsdóttir varamaður
  • Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi

1.Umsókn um stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð

Málsnúmer 1307038Vakta málsnúmer

Pétur Vopni Sigurðsson f.h. Rarik ohf sækir um stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð sem staðsett yrði á horni Hverfisgötu og Hávegs. Stöðin yrði rekin þangað til ný spennistöð hefur verið byggð.

 

Nefndin samþykkir stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð til tveggja mánaða.

2.Hornbrekka, ræktarland 19, Ólafsfirði

Málsnúmer 1108053Vakta málsnúmer

Á 157. fundi nefndarinnar samþykkti nefndin að fela tæknideild að afla lögfræðiálits á lóðarleigusamning fyrir Hornbrekku, ræktunarlóð nr. 19 og hvort hann teljist enn í gildi. Lögfræðiálitið hefur nú borist frá Jóhannesi Bjarna Björnssyni.

 

Nefndin tekur undir nálgun í sjötta lið álits Jóhannesar Bjarna að gera skuli nýjan lóðarleigusamning um landið eða þann hluta sem nýttur er undir sumarbústað. Réttindi og skyldur aðila yrðu þannig skilgreindar upp á nýtt og tækju mið að núverandi nýtingu landsins.

 

Nefndin felur tæknideild að ganga frá málinu.

3.Umsókn um byggingarleyfi, spennistöð

Málsnúmer 1307032Vakta málsnúmer

Þorsteinn Jóhannesson f.h. Rarik ohf sækir um byggingarleyfi fyrir spennistöð við Hverfisgötu á Siglufirði samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Spennistöðinni er ætlað að leysa af hólmi þá stöð sem nú er í húsinu að Suðurgötu 47.

 

Þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið samþykkir nefndin að framkvæmdin verði grenndarkynnt nálægum lóðarhöfum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur tæknideild að grenndarkynna framkvæmdina.

4.Deiliskipulag - Skólareitur Siglufirði

Málsnúmer 1302013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, en borist hefur kæra þar sem kærð er ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar um samþykkt deiliskipulags grunnskólareits á Þormóðseyri, Siglufirði.

Fundi slitið - kl. 16:30.