Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

54. fundur 14. apríl 2011 kl. 15:00 - 15:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sólrún Júlíusdóttir formaður
  • Kristín Brynhildur Davíðsdóttir aðalmaður
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Anna Rósa Vigfúsdóttir aðalmaður
  • Þ. Kristín Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Jafnréttisáætlun Fjallabyggðar

Málsnúmer 1104032Vakta málsnúmer

Drög að jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagið lögð fram.  Félagsmálanefnd samþykkir að leita álits Jafnréttisstofu á drögunum.  Málið verður tekið aftur á dagskrá næsta fundar nefndarinnar.

2.Stefnumótun í þjónustu aldraðra

Málsnúmer 1102063Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn hefur ákveðið að vinnuhópur um stefnumótun í þjónustu aldraðra verði skipaður með sambærilegum hætti og þeir vinnuhópar sem eru að störfum hjá sveitarfélaginu.  Vinnuhópurinn verði skipaður af einum fulltrúa meirihluta, einum fulltrúa minnihluta og félagsmálastjóra.  

Lagt fram yfirlit félagsþjónustunnar um aldraðra í sveitarfélaginu, skiptingu eftir kyni, aldri og búsetu.

3.Akstursþjónusta fyrir Fjallabyggð

Málsnúmer 1103024Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt félagsmálastjóra um akstursþjónustu, eins og hún snýr að verkefnum tengdum þjónustu við fatlaða og aldraða.  Félagsmálanefnd leggur til að akstursþjónustan verði boðin út en ákvörðun um sölu á bifreiðinni, VW Caravelle YL-131, verði tekin í framhaldi af útboðinu.  Starfsmönnum félagsþjónustunnar falið að útfæra nánar þarfagreiningu á þjónustuakstri fatlaðra og aldraðra.

4.Verklagsreglur Byggðasamlags SSNV við ráðningu starfsfólks

Málsnúmer 1104020Vakta málsnúmer

Lagðar fram verklagsreglur Byggðasamlags SSN, við ráðningu starfsfólks málefna fatlaðra.  Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

5.Liðveisla

Málsnúmer 1104034Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

6.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1102109Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

7.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1104027Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

8.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1012085Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

9.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1103006Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

10.Umsókn um heimaþjónustu

Málsnúmer 1104040Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

11.Umsögn sambands ísl. sveitarfélaga um skýrslu sérfræðinganefndar um neysluviðmið heimilanna

Málsnúmer 1104011Vakta málsnúmer

Lagt fram

Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir félagsþjónustunefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2011

Málsnúmer 1103118Vakta málsnúmer

Fundargerð félagsþjónustunefndar frá 14. mars 2011 lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir þjónustuhóps SSNV 2011

Málsnúmer 1104033Vakta málsnúmer

Lagt fram

Lagðar fram til kynningar, fundargerðir þjónustuhóps SSNV frá 25. febrúar og 6. apríl 2011.

14.Fundargerðir samráðsnefndar um málefni fatlaðs fólks 2011

Málsnúmer 1104021Vakta málsnúmer

Lagt fram

Lagðar framtil kynninar fundargerðir samráðsnefndar um málefni fatlaða fólks, frá 25. febrúar, 18. mars og 28. mars 2011.

Fundi slitið - kl. 15:00.